Natan í forsvari fyrir Unga jafnaðarmenn á Norðurlöndum

Á þingi Norðurlandaráðs æskunnar haldið í Reykjavík dagana 23. til 25. október var Natan Kolbeinsson kosinn til að vera í forsvari fyrir Samtök Ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum (FNSU) í stjórn Norðurlandaráðs æskunnar (UNR). Þá mun hann þjóna sem fulltrúi UNR í umhverfisráði Norðurlandaráðs.

Þing UNR kallaði eft­ir sam­eig­in­legri nor­rænni flótta­manna­stefnu, að Norður­lönd verði fyr­ir­mynd annarra landa í mannúðar­starfi í Sýr­landi og taki for­yst­una þegar kem­ur að mót­töku flótta­manna og stuðningi við ná­granna­lönd Sýr­lands.

UNR er vett­vang­ur fyr­ir ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokk­anna á Norður­lönd­un­um og voru mál­efni norður­slóða, flótta­manna­vand­inn í Evr­ópu, grind­hvala­veiðar í Fær­eyj­um og brot Rússa á friðhelgi yf­ir­ráðasvæðis Norður­landa efst á baugi á þingi þess.

Anna Abrahamsson frá Finnlandi var kjörinn formaður UNR.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið