Á þingi Norðurlandaráðs æskunnar haldið í Reykjavík dagana 23. til 25. október var Natan Kolbeinsson kosinn til að vera í forsvari fyrir Samtök Ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum (FNSU) í stjórn Norðurlandaráðs æskunnar (UNR). Þá mun hann þjóna sem fulltrúi UNR í umhverfisráði Norðurlandaráðs.
Þing UNR kallaði eftir sameiginlegri norrænni flóttamannastefnu, að Norðurlönd verði fyrirmynd annarra landa í mannúðarstarfi í Sýrlandi og taki forystuna þegar kemur að móttöku flóttamanna og stuðningi við nágrannalönd Sýrlands.
UNR er vettvangur fyrir ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndunum og voru málefni norðurslóða, flóttamannavandinn í Evrópu, grindhvalaveiðar í Færeyjum og brot Rússa á friðhelgi yfirráðasvæðis Norðurlanda efst á baugi á þingi þess.
Anna Abrahamsson frá Finnlandi var kjörinn formaður UNR.