Mannaskipti innan ríkisstjórnarinnar

Það var merkilegt að hlusta á forsætisráðherra um helgina þegar hann talaði um brotthvarf sitt úr stóli forsætisráðherra þann 15. september og hvar hann muni mögulega setjast i ráðherrastól, ákveði hann að vera áfram í stjórnmálum. Það var merkilegt að hlusta á forsætisráðherra um helgina þegar hann talaði um brotthvarf sitt úr stóli forsætisráðherra þann 15. september og hvar hann muni mögulega setjast i ráðherrastól, ákveði hann að vera áfram í stjórnmálum.

Ekki í vandræðum að finna sér stól
Davíð talaði um að möguleiki væri fyrir hann að setjast í embætti dóms- og kirkjumálaráðherra, þar sem honum hugnast ekki mikið að setjast í utanríkisráðuneytið vegna fjarveru sinnar af landinu, sem er fylgifiskur embættisins. Það verður ekki vandamál fyrir hann að finna sér ráðherrastól, sá sem sat fyrir verður bara færður til í annað ráðuneyti eða endar sem sendiherra Íslands í Evrópu.

Það er merkileg staðreynd að staða ráðherra Sjálfstæðisflokksins er ekki sjálfstæðari en svo að ef Davíð vill fá ákveðið ráðuneyti, mun hann fá það og sá sem sat fyrir verður að gjöra svo vel að kyngja því eða finna til tevatnsins.

Hrókeringar
Það eru ótrúlegar hrókeringar innan núverandi ríkisstjórnar, ráðherrastólar ásamt ýmsum embættum virðast ganga kaupum og sölum, bráðlega mun Sólveig Pétursdóttir verða forseti Alþingis í stað Halldórs Blöndal, Halldór Ásgrímsson mun verða forsætisráðherra og þá mun Davíð Oddsson að öllum líkindum taka að sér annað ráðherraembætti, ef það verður dóms- og kirkjumálaráðuneytið eins og hann hefur sagt að komi til greina, væri ekki ólíklegt að Björn Bjarnason tæki við embætti utanríkisráðherra.

Ekki má gleyma því að umhverfisráðuneytið mun fara yfir til Sjálfstæðisflokksins í skiptunum í september, þar mun Sigríður Anna Þórðardóttir taka við því embætti.

Að endingu má minnast á að Framsóknarflokkurinn mun skipa aftur í ráðherraembætti þegar skiptin verða og þá gæti ráðherraskipan þeirra breyst. Slíkar mannabreytingar eru ekki líklegar til að stuðla að stöðugleika innan stofnana ríkisins þegar sífellt er verið að breyta yfirmönnum þeirra.

Biðstjórnin
Þessi ríkisstjórn sem setið hefur í um níu ár mun verða þekkt fyrir sitt síðasta kjörtímabil fyrir þreytu, ráðaleysi og stöðnun þar sem mikilvægast er að halda völdum og tryggja sínum tryggu flokksmönnum feitar og góðar stöður. Nafnbótin Biðstjórnin fer henni vel.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið