Mínútumyndasamkeppni 3. okt

Vegna neytendaherferðar Ungra jafnaðarmanna verður blásið til svokallaðar mínútumyndasamkeppni sem haldin verður í Bæjarbíó Hafnarfirði þann 3. október.

Vegna neytendaherferðar Ungra jafnaðarmanna verður blásið til svokallaðar mínútumyndasamkeppni sem haldin verður í Bæjarbíó Hafnarfirði þann 3. október.  Verður keppnin liður í dagskrá Landsþings UJ.
Neytendaherferð UJ mun vekja ungt fólk til umhugsunar um neyslusamfélagið sem við lifum í. Hún hvetur fólk til þess að huga að umhverfinu og siðrænum þáttum þegar það neytir. Þemu herferðarinnar eru siðræn og umhverfisvæn neysla og kostnaðarvitund.
Öllum er heimil þátttaka í mínútumyndakeppninni en myndirnar skulu tengjast  neytendum í nútímaneyslusamfélagi, og vera ein mínúta á lengd. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3. sætin í keppninni. Myndirnar munu vera aðgengilegar á heimasíðu herferðarinnar, neytumrett.politik.is. Keppendum er í sjálfvald sett að skilgreina neytandi í neyslusamfélagi og vinna út frá því.
Skilafrestur er til 1. október og skal þeim skilað til Ungra Jafnaðarmanna, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um keppnina og þátttöku veitir Þórhalla Rein í síma 697-5669 eða með tölvupósti á netfangið neytendaherferd@samfylking.is.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið