Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi var haldinn mánudagskvöldið 15. september. Á honum var kosin ný stjórn og félaginu gefið nýtt nafn.Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi var haldinn mánudagskvöldið 15. september. Á honum var kosin ný stjórn og félaginu gefið nýtt nafn. Undanfarið hafa aðildarfélög Ungra jafnaðarmanna verið að nefna sig eftir íslenskum bókmenntapersónum. Ungir jafnaðarmenn á Seltjarnarnesi tóku upp nafnið Bjartur. Bjartur er aðalpersónan í bókinni Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.
Nýja stjórn félagsins skipa Eva Margrét Kristinsdóttir formaður, Ívar Már Ottason varaformaður og Margrét Rós Sigurjónsdóttir.