Minnangarathöfn vegna voðaverkanna í Útey

Í dag eru þrjú ár liðin frá þeim hræðilegu atburðum sem áttu sér stað í Útey. Því verða Ungir jafnaðarmenn með lágstemmda minningarathöfn við Minningarlundinn í Vatnsmýrinni. Gengið verður frá Norrænahúsinu klukkan 20:00, þriðjudaginn 22.Júlí, niður  í Minningarlundinum, þar sem minnst verður þeirra sem létust.

Umkringd af óvinum/Til Ungdommen* verður sungið en lagið var mikið flutt í kjölfar voðaverkanna.

Haldin verður mínútuþögn og er gestum frjálst að koma með rósir til að leggja í lundinn

*Umkringd af óvinum/Til Ungdommen

Umkringd af óvinum
axla þín skinn!
Ætlaðu baráttu
æskustyrk þinn.

Óttafull ef þú spyrð
óvarin, grandalaus:
Hve skal ég hefja stríð
hermaður brandalaus?

Hér er þín hlíf og vörn
hér er þitt sverð:
Trú á að framtíð sé
fórnanna verð.

Ölnum og óbornum
auðlifað gerðu
líf þitt þótt liggi við
líf þeirra verðu.

Rógmálms þótt sprengjunum
rigni á storð
fjötra mun fár þeirra
friðarins orð.

Stríðið er fjörsins fár,
friðurinn skapar.
Dáð þína djörf þú sýn:
Dauðinn þá tapar!

Elska og efl við draum
allt stórt sem var.
Framtíð svo kjarkur þinn
krefji um svar.

Andríkis orkuver
óþekktra landa
skapa með lifandi
lífsdjörfum anda.

Göfug er manneskjan
gjöful vor jörð
sæki að hungursneyð
svik voru gjörð.

Réttum með rökum lífs
ranglætið tröllum.
Ljós, vatn og veröld frjáls
Veitast skal öllum.

Enginn mun vopnunum
veita þá lið:
Sköpum við réttlæti
sköpum við frið.

Sá sem á armi sér
ber dýra byrði
kæra og elskaða,
ekkert hann myrðir.

Því séu heiti vor
hátíðleg gjörð
metum að verðleikum
mannanna jörð.

Við skulum gæta hennar
Verj’ ana hörmum.
Eins og við barnið blítt
bærum á örmum.

(Nordahl Grieg 1936 – Ísl. þýðing Heimis Pálssonar í júlí 2011 í minningu þeirra sem féllu á Útey.)

Hér má heyra lagið:
http://www.youtube.com/watch?v=irfB9GUdjPE

Öllum er velkomið að taka undir. Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/515378148595221/

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið