Miðborgin blómstrar II

Á undanförnum 10-15 árum hefur mikið af götum og torgum verið endurnýjað í miðborginni og oft með góðum árangri. Síðustu árin hefur verið unnið að þessum endurbótum af auknum krafti. Í fyrra voru hlutar Skólavörðustígs og Bankastrætis rifnir upp og í sumar var unnið í Bankastræti og Vegamótastíg meðal annars. Þá er verið að leggja lokahönd á fegrun Skólavörðuholtsins þessa dagana. Á allra næstu misserum á að halda áfram með endurgerð Laugavegar, ljúka framkvæmdum á Skólavörðustíg og laga Suðurgötu milli Skothúsvegar og Vonarstrætis. Fyrir skemmstu skrifaði ég pistil hér á Pólitíkina þar sem ég tæpti á nokkrum af þeim hugmyndum sem hafa komið fram um uppbyggingu í miðborginni. Í lok pistilsins boðaði ég fleiri greinar um miðborgina þar sem ég myndi fara yfir stöðu ýmissa mála og koma með hugmyndir til úrbóta. Í dag ætla ég að fjalla um endurnýjun gatna og torga.

Mikið hefur áunnist…
Á undanförnum 10-15 árum hefur mikið af götum og torgum verið endurnýjað í miðborginni og oft með góðum árangri. Síðustu árin hefur verið unnið að þessum endurbótum af auknum krafti. Í fyrra voru hlutar Skólavörðustígs og Bankastrætis rifnir upp og í sumar var unnið í Bankastræti og Vegamótastíg meðal annars. Þá er verið að leggja lokahönd á fegrun Skólavörðuholtsins þessa dagana. Á allra næstu misserum á að halda áfram með endurgerð Laugavegar, ljúka framkvæmdum á Skólavörðustíg og laga Suðurgötu milli Skothúsvegar og Vonarstrætis.

…en mörgu er ólokið
Þrátt fyrir þetta er mikið verk óunnið. Brýnt er að endurnýja Hafnarstræti og Tryggvagötu og göturnar þar á milli. Lækjartorg er til hneisu eins og það lítur út í dag. Þá þarf að ráðast í það stórverkefni að endurnýja Hverfisgötuna sem og allar götur milli hennar og Laugavegar. Klapparstíginn mætti fegra. Þá þætti mér eðlilegt að hafist yrði handa við úrbætur á Hlemmtorgi og finnst mér spennandi sú hugmynd sem komið hefur fram um að tengja Laugaveginn aftur saman þar með hringtorgi. Og svo mætti lengi áfram telja. En það er náttúrulega ekki sama hvernig er staðið að endurnýjuninni og er ég þar bæði að tala um framkvæmdir og hönnun.

Endurnýjum stór svæði í einu
Nú er öllum ljóst að á meðan götur eru lokaðar fyrir umferð dregur verulega úr verslun og viðskiptum. Þess vegna er afar mikilvægt að sem stærst svæði séu endurnýjuð í einu þannig að ekki þurfi að loka sömu götunum ár eftir ár. Mér fannst til dæmis ámælisvert að ekki skyldi vera lokið við endurnýjun Bankastrætis á einu sumri – þess í stað var því lokað bæði í ár og í fyrra.

Forðumst að helluleggja akbrautir
Mér finnst of mikið af því gert að helluleggja akbrautir. Sérstaklega á þetta við um fjölfarnar götur eins og Laugaveginn og Lækjargötuna, en nú nýverið voru gatnamót Lækjargötu, Austurstrætis og Bankastrætis hellulögð.

Þótt hellulagðar götur kunni að vera huggulegar til að byrja með, þá er miklu dýrara að helluleggja en malbika og hjólför eru fljót að grafast í hellurnar, sérstaklega þegar margir bílar eru á nagladekkjum. Ekki líður því á löngu uns þörf verður fyrir að rífa hellurnar upp og leggja nýjar. Dæmi um dapurlegar afleiðingar þess að helluleggja akbrautir sést í Austurstræti milli Lækjargötu og Pósthússtrætis. Sjálfsagt er aftur á móti og eðlilegt að helluleggja gangstéttar og bílastæði.

Höldum endurnýjuðum götum betur við
Stundum finnst mér að meiri vilji sé til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir endurnýjun gatna en að halda hinum nýuppgerðu götum við. Oft skekkjast stólpar, tré brotna, hellur síga og hjólför grafast í götur án þess að skjótt sé brugðist við. Dæmið úr Austurstrætinu milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, sem fyrr var nefnt, á vel við hér. Ég vona að meiri alúð verði lögð í framtíðinni við að halda þeim götum við sem hafa verið fegraðar.

Höldum áfram góðu starfi
En allt að einu er ljóst að borgaryfirvöld eru í öllum meginatriðum á réttri leið í sambandi við endurnýjun gatna í miðborginni. Ég hvet þau áfram til góðra verka á þessu sviði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand