Forgangsmál nr. eitt

Ár eftir ár eru málefni geðsjúkra einstaklinga í uppnámi og við heyrum meira að segja af ófremdarástandi í málefnum geðsjúkra barna og unglinga. Á meðan þessir hlutir eru í ólestri þá getum við einfaldlega ekki réttlæt nein önnur ríkisútgjöld. Þetta er einfaldlega hluti af grunnskyldu samfélagsins, langt á undan jarðgöngum, sendiráðum, búvörusamningum og menningarhúsum. Ár eftir ár eru málefni geðsjúkra einstaklinga í uppnámi og við heyrum meira að segja af ófremdarástandi í málefnum geðsjúkra barna og unglinga. Á meðan þessir hlutir eru í ólestri þá getum við einfaldlega ekki réttlæt nein önnur ríkisútgjöld. Þetta er einfaldlega hluti af grunnskyldu samfélagsins, langt á undan jarðgöngum, sendiráðum, búvörusamningum og menningarhúsum.

Á hverjum gefnum tíma glíma um 50 þúsund Íslendingar við geðraskanir af ýmsum toga. Í þeim hópi er að sjálfsögðu að finna börn og unglinga en um fimmta hvert barn í landinu er talið eiga við geðheilsuvandamál að stríða. Fleiri einstaklingar fremja sjálfsvíg árlega hérlendis en þeir sem deyja í umferðarslysum.

Kerfið hefur brugðist
Formaður Félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga hefur nýlega staðfest að kerfið hafi einfaldlega brugðist og að í raun ríki ófremdarástand í geðheilbrigðismálum barna og unglinga hér á landi. Hann telur að úrræði fyrir börn og unglinga skorti á öllum þjónustustigum og að Ísland sé hinum Norðurlöndunum langt að baki. Hér á landi er gert ráð fyrir að 0,5% barna með geðheilsuvandamál fái viðunandi þjónustu en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 2% eða fjórum sinnum hærra. Til að ná þeim viðmiðum hér á landi þarf að þrefalda mannafla Barna og unglinga geðdeildar Landspítalans.

Bent er á að unglingar komist ekki á meðferðarheimili Barnaverndarstofu nema vandi þeirra sé orðinn mjög alvarlegur og að börn með alvarlegan geðrænan vanda fái ekki pláss á barna- og unglingageðdeild fyrr en eftir allt að árs biðtíma. Eins árs biðtími á ekki að líða í samfélagi sem er hið sjötta ríkasta í heimi.

Leysum máli í eitt skipti fyrir öll

Formaðurinn fullyrðir meira að segja að undanfarin ár hafi þjónustan versnað til muna en verkefnastjóri Geðræktar hefur einnig staðfest nýlega að alltof fá börn fái aðstoð og að fæstum málum sé fylgt nægilega vel eftir.

Hvorki tímabundnir plástrar eða góð orð ráðherrans við og við nægja lengur. Við þurfum einfaldlega að setja þessi mál í forgang og í raun þarf ekki mikið til.

Það á ekki að þurfa að standa í undirskriftarsöfnunum eða skipa sérstaka verkefnisstjóra með reglulegu millibili. Hlustum á þá sem þekkja þessi mál og leysum þau í eitt skipti fyrir öll.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand