Margt smátt gerir eitt stórt

Dagar koma og fara og maður reynir svo sem að standa sig eins vel og maður getur, fer út með ruslið, vaskar upp, brosir til fólks út á götu og býðst ef til vill til að hjálpa gömlum konum með innkaupapokana. Fallegir hlutir allt saman, ber líklega vott um gott uppeldi en getur vart talist til stórtíðinda á heimsmælikvarðanum. En svo koma, eins og þrumur úr heiðskýru lofti, fréttir sem snúa þessari smámenniskennd manns alveg á hvolf.Daginn eftir að vefrit þetta birti ádeilugrein mína um vegginn á mörkum Palestínu og Ísraels ákvað Sharon að stoppa tímabundið byggingu múrsins. Og ég sem sannfærður var orðin eftir atburði undanfarinna missera, að sverðið (eða í þessu tilfelli ísraelski herinn ) væri máttugri en penninn. En Sharon hefur greinilega lesið greinina, séð villu vegar síns og snúið af braut. Allt út af lyklaborðspikkandi leikaratuðru lengst norður í íshafi! Dagar koma og fara og maður reynir svo sem að standa sig eins vel og maður getur, fer út með ruslið, vaskar upp, brosir til fólks út á götu og býðst ef til vill til að hjálpa gömlum konum með innkaupapokana. Fallegir hlutir allt saman, ber líklega vott um gott uppeldi en getur vart talist til stórtíðinda á heimsmæli- kvarðanum. En svo koma, eins og þrumur úr heiðskýru lofti, fréttir sem snúa þessari smámenniskennd manns alveg á hvolf.

Daginn eftir að vefrit þetta birti ádeilugrein mína um vegginn á mörkum Palestínu og Ísraels ákvað Sharon að stoppa tímabundið byggingu múrsins. Og ég sem sannfærður var orðin eftir atburði undanfarinna missera, að sverðið (eða í þessu tilfelli ísraelski herinn) væri máttugri en penninn. En Sharon hefur greinilega lesið greinina, séð villu vegar síns og snúið af braut. Allt út af lyklaborðspikkandi leikaratuðru lengst norður í íshafi!

Að vísu hefur þetta gert líf mitt töluvert flóknara. Ég neyðist að hefja daginn á því að leita að útsendurum Mossad í kjallaranum, leggjast flatur í götuna þegar ég heyri í flugvélum og hef þurft að koma mér upp leyninúmeri en þetta eru allt fórnir sem ég er reiðubúin að færa fyrst ég hef náð eyrum helstu ráðamanna heimsbyggðarinnar.

Grunsemdirnar
Til mín hafa komið hin ýmsu smámenni og reynt að telja mér trú um að úttekt Veraldarbankans, en ekki mín, hafi haft þessi áhrif á Sharon. Hafa bent á það að bankinn telji að veggurinn muni skaða afkomu beggja ríkja töluvert, muni innlima stóra parta af landi sem tilheyrir þeim ekki s.s. 126 kílómetra af landi frá bæunum Jenín, Tulkarem, Qaliqilia og Salfit og muni loka 95.000 Palestínumenn inni í Ísrael (þar af 65.000 í Jerúsalem). En á móti hef ég bent smámennunum á þá staðreynd að þetta hafi ekki getað haft áhrif á Sharon, hann hafi vitað af þessu frá upphafi og sé sáttur við það. Hann hafi verið að skipuleggja byggingu veggjarins síðan 1978 er hann sýndi samstarfsmanni sínum, Ron Nahman bæjarstjóra í Ariel, teikningar af honum. Og af hverju ætti honum ekki að vera sama, harmleikurinn sem þarna fer fram er ísraelskum almenningi ósýnilegur? Hver tekur svo sem eftir bónda eins og Nimr Ahmed sem missti dag einn aðgang að landinu sem hann og fjölskylda hans eru búin að rækta í ættliði? Hverja snertir það að hirðinginn Naji Yousef neyddist til að selja hjörðina sína eftir að veggurinn hindraði aðgang hjarðarinnar að beitlendi? Hver grætur að læknir frá Tulkarm þurfi að keyra fimm stundir á hverjum morgni í gegnum Jenín, Nablus, Jórdan dalinn, Ramallah og svo eftir Samaria veginum á leið til vinnu sinnar í Kalkilya, 15 kílómetra frá heimili sínu?

Það tekur engin eftir þessu því það drepur engan, allavega ekki strax. Svona aðförum eru nefnilega ekki beint gegn mannslífum heldur gegn sálinni. Og kannski er það það sem Sharon sá eftir að hafa lesið greinina mína. Að þó svo hann hafi staðið fyrir fjöldamorðum í Líbanon á sínum tíma þá sé hann kannski búinn að drepa nóg og tími sé kominn til að draga í land áður en Guð fer að stjaka við Gabríel. Að sálarmorð séu ekki rétta leiðin til friðar heldur þurfi að grípa til annara og ef til vill áhrifaríkari aðgerða. Kannski man hann hvernig gyðingunum í pólsku gettóunum leið í seinni heimstyrjöldinni og vill ekki að þannig fari fyrir fleirum!

Er þetta endinn?
Reyndar er sá möguleiki fyrir hendi að hann sé bara að gabba, vilji að ég hætti að skrifa um aðfarir hans að mannsálunum í Palestínu og eftir að ég sofna geti hann haldið áfram eyðileggingunni. Bíður eins og púki útí horni eftir að við gleymum þessu öllu saman svo hægt sé að halda áfram af krafti án nokkurra mótbára. En maður verður að vona að menn, sama hversu ómennskulega þeir hafa hagað sér í fortíðinni, geti lært af mistökum sínum. Vilji ekki hafa endalaus morð á samviskunni og sjái kannski að menn eru menn sama hvort þeir heita arabar eða gyðingar. Sjái að vegurinn til friðar liggi ekki í gegnum vígvelli heldur í gegnum samræður. Að tungumálið hafi orðið til svo að menn gætu átt samskipti sín á milli og á þeim grunni sé hægt að byggja eitthvað sem ekki mun standa eftir sem minnisvarði um ofríki og aðskilnaðarstefnu heldur stjórnvisku og sigur mannsandans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand