Meðferð stjórnmálamanna á skattfé til opinberra framkvæmda

Fyrir nokkrum dögum var mikið fjallað um samgöngumál og jarðgöng til Siglufjarðar. Það sem ég saknaði mest í umfjölluninni var skortur á gögnum varðandi hagkvæmni og raunverulegan samanburð á milli framkvæmda. Fyrir nokkrum dögum var mikið fjallað um samgöngumál og jarðgöng til Siglufjarðar. Það sem ég saknaði mest í umfjölluninni var skortur á gögnum varðandi hagkvæmni og raunverulegan samanburð á milli framkvæmda.

Þarna finnst mér koma fram viss hroki og misskilningur varðandi það fjármagn sem ríkið hefur til ráðstöfunar. Það er algjör misskilningur að fjármagnið verði til hjá ríkinu heldur verður fjármagnið til með skattlagningu afraksturs af rekstri fyrirtækja og vinnu landsmanna.

Mér finnst þess vegna dapurlegast að horfa á sjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, vera að rífast á Alþingi og í fjölmiðlum um hvernig fjármagninu skuli vera eytt, án þess að styðja málflutning með haldbærum rökum.

Hvar í flokki sem við erum, þá hljótum við að vera sammála um að nota fjármagn skynsamlega með tilliti til hagkvæmni. Það er aldrei rökrétt að nota peninga í dýrar óhagkvæmar fjárfestingar. Hagkvæmari nýting fjármagns í framkvæmdir og viðhald hefur einnig þær óvæntu en ánægjulegu afleiðingar að meira fjármagn verður eftir fyrir menntamál, félagsmál og heilbrigðismál. Mál sem skipta ekki síður máli en steypa og malbik.

Íslenskt verkafólk, eins og aðrir skattgreiðendur, komast ekki hjá því að greiða skatta. Þess vegna er það lögmæt krafa okkar að skattar séu notaðir á ábyrgan hátt öllum landsmönnum til hagsbóta. Gæluverkefni, spilling, óheiðarleiki og óvönduð vinnubrögð eru óþolandi, að minnsta kosti mjög dapurleg.

Fjármál ríkisins eru vandasöm og alls ekkert sjálfsagt að ríkið þurfi að eyða öllum tekjum sínum. Það er betra að geyma skattfé eða skila því til skattgreiðenda, heldur en að þræta um það og enda á að ráðstafa því jafnvel á óhagkvæman hátt.

Stjórnarandstaðan er jafnsek og stjórnin, en getur með betri og skýrari málflutningi barist betur fyrir réttindum hins almenna borgara.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand