Elliheimili nútímans

Fjölmargir hafa látið sig varða mál aldraðra nú uppá síðkastið og skrifað greinar um þennan mikilvæga málaflokk en oft á tíðum eru skrifin neikvæð í garð öldrunarstofnana. Engu líkara en stofnunin sé svo mikil stofnun að ekki sé pláss fyrir hið mannlega innan veggja hennar og þar afleiðandi ekki hina öldruðu. Fæstir kjósa að fara á elliheimili og enda ævi sína þar. Í fyrndinni – svo langt er síðan – voru ekki til elliheimili, þjónustuíbúðir, dagdvalir eða nokkurs konar stofnanir sem liðsinntu hinum öldruðu, slíkt var gert heima fyrir af ættingjum og ástvinum hins aldna. Nú er svo komið að fæstir hafa tíma til að sinna öldruðum, nú eða börnum sínum, og allt saman fer á stofnun. Elliheimilin þóttu góður kostur í gamla daga þegar þjóðin var fátækari, hreinlæti af skornum skammti og kjör aldraðra lakari. Reynt er fram í lengstu lög að tryggja vist hins aldraða á heimili sínu en slíkt gengur ekki upp til lengdar þegar líkaminn fer að kenna til krank- og veikleika og finna verður önnur úrræði. Oft getur skortur á slíkri aðstoð hreinlega hrakið viðkomandi inná stofnun þar sem hann getur tryggt sér öryggi og nægjanlega þjónustu. Fjölmargir hafa látið sig varða mál aldraðra nú uppá síðkastið og skrifað greinar um þennan mikilvæga málaflokk en oft á tíðum eru skrifin neikvæð í garð öldrunarstofnana. Engu líkara en stofnunin sé svo mikil stofnun að ekki sé pláss fyrir hið mannlega innan veggja hennar og þar afleiðandi ekki hina öldruðu. Fæstir kjósa að fara á elliheimili og enda ævi sína þar. Í fyrndinni – svo langt er síðan – voru ekki til elliheimili, þjónustuíbúðir, dagdvalir eða nokkurs konar stofnanir sem liðsinntu hinum öldruðu, slíkt var gert heima fyrir af ættingjum og ástvinum hins aldna. Nú er svo komið að fæstir hafa tíma til að sinna öldruðum, nú eða börnum sínum, og allt saman fer á stofnun. Elliheimilin þóttu góður kostur í gamla daga þegar þjóðin var fátækari, hreinlæti af skornum skammti og kjör aldraðra lakari. Reynt er fram í lengstu lög að tryggja vist hins aldraða á heimili sínu en slíkt gengur ekki upp til lengdar þegar líkaminn fer að kenna til krank- og veikleika og finna verður önnur úrræði. Oft getur skortur á slíkri aðstoð hreinlega hrakið viðkomandi inná stofnun þar sem hann getur tryggt sér öryggi og nægjanlega þjónustu.

Ísland í dag
Á Íslandi í dag eru ekki til nægilega mörg hjúkrunarrými. Aldursskipting þjóðarinnar er ekki lengur í pýramída formi heldur nokkurs konar kassalaga, sem þýðir að tiltölulega jafnmargir eru í öllum aldurslögum. Sem leiðir til ýmissa vandamála þar sem ekki var gert ráð fyrir svona miklum fjölda í efstu aldurslögum, fólk hefur ekki verið nógu duglegt við að deyja miðað við hagspár og ýmsa tölfræði sem var nýtt í framtíðarspár gagnvart heilbrigðisþjónustu aldraðra. Grannlönd okkar sem eru lík okkur í aldurssamsetningu hafa viðlíka framboð á hjúkrunarrýmum en þó er ekki jafn mikil vöntun og bið eftir þeim eins og hér á Fróni. ,,Íslendingar lifa lengst og eru heilbrigðastir” eða hvernig sem allar þessar fullyrðingar hljóma um okkar eigið ágæti, en afhverju þurfum við þá svona mikið af hjúkrunarrýmum fyrir aldraða? Ekki eru íslensk gamalmenni veikari en þau í grannlöndum okkar? Nei, ástæðurnar er ekki að finna í líkamlegu atgervi heldur liggja í aðstæðum hins aldraða. Því þrátt fyrir að stofnanirnar séu ekki fýsilegur búsetukostur ,,flykkjast” aldraðir þangað inn. Undirliggjandi ástæður gætu verið einmanaleiki, lítið öryggi á heimili eða skortur á aðstoð frá hinu opinbera eða ástvinum.

Á Íslandi í dag fæst fólk varla til að vinna lengur við umönnun þar sem vitað er að þú getur tryggt þér hærri laun við að steikja hamborgara eða vinna á kassa í einhverri verslunarmiðstöð. Í hverri viku má sjá atvinnuauglýsingar frá elliheimilum, dagvistum, sambýlum og leikskólum. Allar þessar stofnanir eiga það sammerkt að innan veggja þeirra fer fram þjónusta og hjúkrun. Eitthvað sem er til einskis metið hér á landi sé horft til launanna. Verðmæti mannssálar er ekki hið sama og verðmæti gullpokans í bankanum eða talna á skjá í verðbréfastofnunum.

Á Íslandi í dag er ekki veitt nægilega miklu fjármagni til þessa málaflokks og ég veit ekki alveg afhverju. Hinir öldruðu hafa skilað sínu til samfélagsins, þeir hafa stundað vinnu og lagt til þessa grunns sem nútímasamfélagið Ísland stendur á núna. Við getum ekki bæði ætlast til þess að fá betri þjónustu á langdvalarstofnunum og einbýli fyrir alla ef ekkert fjármagn er sett í þennan málaflokk. Til eru nokkrar slíkar stofnanir sem eru sjálfseignarstofnanir og eins og flestir vita er ekkert elliheimili rekið til að græða á og er það því hugsjónin sem verið þar að verki.

Hugsjónin að verki?
Við sem vinnum á langdvalarstofnunum höfum ítrekað upp á síðkastið þurft að verja okkur, það er engu líkara en við séum komin í ríkisstjórn og allt sem er að í heilbrigðiskerfinu er okkur að kenna og við þurfum að takast á við það. Ég stóð á strætóstoppistöð um daginn og ein eldri kona spurði mig hvert ég væri að fara og ég sagði henni að ég væri á leið í vinnu mína á elliheimili. ,,Já, þar sem fólk liggur umönnunarlaust.” svaraði hún að bragði. Ég útskýrði pent fyrir henni að ég gæti nú ekki samþykkt þessa fullyrðingu hennar þar sem ég væri afbragðs sjúkraliði og á minni vakt lægi fólk ekki umönnunarlaust.

Ég er komin með leiða á að þurfa að verja starf mitt, ég er orðin fullsödd af neikvæðri umræðu um starfsfólk á stofnunum. Ég ákvað að verða sjúkraliði þegar ég var 17 ára, það var ekki af því ég sá einhverjar peningahrúgur liggja að fótum mér um hver mánaðarmót, heldur varð ég sjúkraliði til að hafa verkmenntun og af því ég vildi annast fólk. Mín hugsjón er að þverra þar sem ég hef fengið mig fullsadda af því að vera í stöðugri vörn. Hin íslensku gamalmenni eru ekki lakari þeim sænsku eða dönsku, það er bara samfélagið sem býður ekki upp á meira til þeirra. Sænska leiðin er kannski góð í öllum tilfellum. Engin veit sína ævi fyrr en öll er og er þetta það sem við viljum?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand