Með puttann á púlsinum

,,Heimgreiðslur voru gagnrýndar á ráðstefnunni Bleikri orku, en Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ályktuðu nýlega gegn slíkum greiðslum. Þær eru afturhvarf til löngu liðins tíma og draga í flestum tilvikum úr atvinnuþátttöku kvenna og eru þar af leiðandi skref aftur á bak í kvenréttindabaráttunni.“ Segir Eva Bjarnadóttir framkvæmdarstjóri UJ

Loksins var opnað fyrir upplýsta Evrópuumræðu og þótt fyrr hefði verið. Þónokkrir hagsmunaaðilar hafa tekið afstöðu með aðild, eða að minnsta kosti aðildarviðræðum, og þá er loksins hægt að hefja umræðuna, umræðu sem fyrir löngu hefði átt að taka og bera undir þjóðina. Betra er þó seint en aldrei.

Ungir jafnaðarmenn blésu til málefnaþings á dögunum og töluðu um Evrópusambandið og innflytjendur á Íslandi. Það var þétt setinn bekkurinn á Grand Hóteli og gestir forvitnir. Sumir komnir til að kynna sér málin í fyrsta sinn, en aðrir til þess að heyra nýjastu fréttir og ræða næstu skref. Praktísk atriði á borð við lýðræðishalla sem felst í EES-aðildinni og upptaka evru voru rædd. Það sem kveikti þó mest í fólki voru umræður um hugsjónina. Evrópuhugsjónin um friðvænlegt samfélag og samvinnu milli ríkja hugnast jafnaðarmönnum.

Ákall eftir stefnu jafnaðarmanna

Málefni innflytjenda eru ekki síður mikilvæg um þessar mundir. Enginn stjórnmálaflokkur hefur sett fram heildstæða stefnu um innflytjendur á Íslandi. Kominn er tími til að Samfylkingin móti skýra jafnaðarstefnu í málaflokknum og beiti sér í umræðunni . Í málstofunni á Grand Hóteli gáfu innflytjendur innsýn inn í líf sitt og baráttuna fyrir réttindum útlendinga á Íslandi. Gömlu grunngildi jafnaðarstefnunar voru sett til grundvallar stefnu Samfylkingarinnar, enda eiga frelsi, jafnrétti og bræðralag við í þessum málum eins og öðrum.

Já, ég þori, vil og get!

Á Akureyri blésu ungir jafnaðarmenn til kvennaráðstefnunnar Bleikrar orku á Alþjóðabaráttudegi kvenna. Samkoma ungra var gríðarlega vel sótt og mikill áhugi fyrir jafnréttisumræðu. Akureyrarbær hefur náð góðum árangri í þeim málaflokki, en það tók blóð, svita og tár að sögn bæjarstjórans. Nú mælist enginn kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum bæjarins.

Ísland ætlar í útrás með hugmyndafræði sína um kvenorkuna og utanríkisráðherra verið ötull talsmaður kvenfrelsis á alþjóðavettvangi. Margar þjóðir líta til okkar svo það er því engin ástæða til annars en að halda áfram af fullum þunga í átt að auknu kynjajafnrétti. Á ráðstefnunni lagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mikla áhersla á baráttuna gegn ofbeldi gegn konum. Hún ræddi einnig aðgerðir til þess að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og sagði norsku leiðina um kynjakvóta vera möguleika í stöðunni taki fyrirtæki sig ekki á.

Afturhvarf til fortíðar

Heimgreiðslur voru gagnrýndar á ráðstefnunni Bleikri orku, en Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ályktuðu nýlega gegn slíkum greiðslum. Þær eru afturhvarf til löngu liðins tíma og draga í flestum tilvikum úr atvinnuþátttöku kvenna og eru þar af leiðandi skref aftur á bak í kvenréttindabaráttunni. Þar fyrir utan eru greiðslurnar slæm leið til þess að leysa þann brýna vanda sem myndast hefur í leikskólamálum í Reykjavík. Nær væri að ríkisstjórnin tæki það skref að lengja fæðingarorlof í samræmi við stjórnarsáttmálann.

Holl áminning

Framlag fiskverkakonunnar Önnu Júlíusdóttur til jafnréttisráðstefnunnar reyndist mikilvægt. Hún minnti á að ekki væru allar konur á leið í stjórnunarstöður og á mikilvægi þess að fjalla um stöðu verkakvenna. Í erindið fléttaði hún hugleiðingu um stöðu erlendra verkakvenna, sem hún segir vera neðstar í virðingarstiganum í fiskvinnslunni. Hún fjallaði líka um afdrifaríkar afleiðingar þess fyrir börn íslenskra verkakvenna ef skólagjöld í háskóla yrðu tekin upp. Það var holl áminning um það hversu kökunni, sem sagt er að sé sístækkandi, er misskipt milli starfsstétta og hversu margar konur fá ekki annað en mylsnu sem fellur úr sneið annarra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand