Matur er mannsins megin

UJ halda ótrauðir áfram í fundaröð sinni um lækkun matarverðs þrátt fyrir flaustursleg kosningatrix blágræna-bandalagsins. Fimmtudaginn n.k. mun hreyfingin standa fyrir opnum málefnafundi um matvælaverð og þær leiðir sem færar eru til að lækka það. Frummælendur verða Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. Ágætu félagar!

Ungir jafnaðarmenn halda ótrauðir áfram í fundaröð sinni um lækkun matarverðs þrátt fyrir flaustursleg kosningatrix blágræna-bandalagsins. Fimmtudaginn 12. október n.k. mun hreyfingin standa fyrir opnum málefnafundi um matvælaverð og þær leiðir sem færar eru til að lækka það. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum, munu hvort um sig halda framsögu um málið og sitja fyrir svörum. Hefur Aðalsteinn verið talsmaður aukins frjálsræðis í landbúnaðarmálum, en Erna hins vegar sett spurningamerki við afleiðingar þess fyrir íslenska matvælaiðnaðinn og má vafalaust búast við skemmtilegum umræðum um þetta heitasta málefni líðandi stundar.

Tómur magi er slæmur pólitískur ráðgjafi, sagði eðlisfræðingurinn Albert Einstein eitt sinn og mæla Ungir jafnaðarmenn með því að að fundargestir fái sér góðan kvöldmat áður en arkað verður í félagsheimili hreyfingarinnar að Hallveigarstíg 1 og hlýtt á forvitnileg erindi þeirra Aðalsteins og Ernu. Hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.15 og verður íslensk mjólk og mjólkurkex á boðstólunum fyrir þá sem ekki hafa náð að seðja hungrið.

Stjórnin

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand