Málefnaþing Ungra jafnaðarmanna dagana 8. og 9. október 2005

Eins og boðað var fyrr í haust þá standa UJ fyrir sérstöku málefnaþingi 8.-9. október næstkomandi. Framundan eru tvennar kosningar í landinu og teljum við rétt að taka heildarstefnu hreyfingarinnar til skoðunar af því tilefni. Framkvæmdastjórn skipaði fyrir nokkru 9 málefnanefndir sem sumar hverjar eru nú þegar byrjaðar að starfa. Aðrar munu að munu væntanlega hefja störf á málefnaþinginu sjálfu. Enn eru laus nokkur sæti fyrir fólk sem er áhugasamt um að taka þátt í að stýra starfi málefnanefndar. Kæru félagar,

Eins og boðað var fyrr í haust þá standa Ungir jafnaðarmenn fyrir sérstöku málefnaþingi 8.-9. október næstkomandi. Framundan eru tvennar kosningar í landinu og teljum við rétt að taka heildarstefnu hreyfingarinnar til skoðunar af því tilefni. Framkvæmdastjórn skipaði fyrir nokkru 9 málefnanefndir sem sumar hverjar eru nú þegar byrjaðar að starfa. Aðrar munu væntanlega hefja störf á málefnaþinginu sjálfu. Enn eru laus nokkur sæti fyrir fólk sem er áhugasamt um að taka þátt í að stýra starfi málefnanefndar.

Jafnframt viljum við minna á landsþing Ungra jafnaðarmanna sem haldið verður í Reykjavík dagana 12.-13. nóvember. Það er reyndar viku síðar en áður hafði verið kynnt og er það vegna ýmissa tæknilegra örðugleika að ekki er mögulegt að halda þetta helgina á undan. Hvetjum við ungt Samfylkingarfólk til að taka þessar dagsetningar frá og láta bæði sjá sig á málefnaþinginu um aðra helgi sem og á landsþinginu í nóvember. Sérstaklega hvetjum við nýtt fólk og konur til að mæta.

Við ætlum að bæði að vinna og skemmta okkur vel!

F.h. framkvæmdastjórnar UJ
Andrés Jónsson, formaður

Dagskrá málefnaþings UJ sem haldið verður í félagsheimilinu Árnesi skammt fyrir utan Selfoss.

Laugardagurinn 8.október
13:00 Málefnaþingið sett, Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna
13:20 Formenn málefnanefnda kynna vinnu nefnda sinna
14:30 Kaffihlé
15:00 Málefnanefndir taka til starfa
17:00 Undirbúningur kvöldvöku hefst
19:00 Grillveisla í boði UJ
20:00 Leynigestur
21:00 Kvöldvaka með skemmtiatriðum, gítarspili og söng

Sunnudagurinn 9.október
12:30 Stutt kynning á helstu niðurstöðum málefnahópa og umræður
14:00 Skoðunarferð
16:00 Þingi slitið og lagt af stað heim á leið

_________________
Verð er aðeins 1500 kr. á mann í svefnpokaplássi!

Til að skrá sig er nóg að senda póst í netfangið uj@samfylking.is eða hringja í Jens Sigurðsson, framkvæmdastjóra UJ í síma 698 7755. Jens gefur upplýsingar um laus pláss í bílum fyrir þá sem þurfa far.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand