Já, ég þori, get og vil!

Þann 24. október þessa mánaðar verður kvennafrídagurinn endunýjaður lífdaga. Ó, hvað ég hugsaði oft til þessara 25.000 kvenna sem þrömmuðu niður í miðbæinn á sínum tíma. Ég hef hugsað mér hitann og framsýni þessa kvenna og óskað þess heitt að þessa stemmningu mætti enduvekja því ekki væri vanþörf á. Enn í dag er kennafrídagurinn nauðsynlegur til að minna samfélagið á, ekki einungis karlmennina í samfélaginu heldur okkur sjálfar, hvers virði við erum. Það er alltaf ákaflega gaman og gott þegar draumar rætast. Nú er stutt í að ég fái að upplifa einn af mínum draumum. Þann 24. október þessa mánaðar verður kvennafrídagurinn endunýjaður lífdaga. Ó, hvað ég hugsaði oft til þessara 25.000 kvenna sem þrömmuðu niður í miðbæinn á sínum tíma. Ég hef hugsað mér hitann og framsýni þessa kvenna og óskað þess heitt að þessa stemmningu mætti enduvekja því ekki væri vanþörf á. Enn í dag er kennafrídagurinn nauðsynlegur til að minna samfélagið á, ekki einungis karlmennina í samfélaginu heldur okkur sjálfar, hvers virði við erum. Við sjálfar þurfum að vita að okkar framlag til þjóðfélagsins er engu minna virði en karlanna.

En þori ég, get ég, vil ég? Tekur einhver eftir manneskju eins og mér? Ég er bara í hlutastarfi með skóla og ég veit að enginn í Háskólanum tekur eftir því hvort ég skunda á Lækjartorg. Já, ég verð hluti af risastórri heild. Vonandi ein af að minnsta kosti 25.000 öðrum konum sem vilja jafnrétti, strax. Sigga vinkona er með barn heima og vinnur ekki úti. Tekur einhver eftir henni ef hún tekur sér frí. Já, nú vinnur Sigga bara í því að fá Jóa sinn til að taka við barnapössunninni þvi nyti hennar ekki við yrði Jói meira eða minna að sjá um mannakornið þeirra.

Konur á vinnustöðum þar sem þið eruð í meirihluta drífið ykkur út kl 14:08. Þá eruð þið hvort eð er löngu búnar að vinna fyrir ykkar launum. Setjið það í hendur yfirmanna að bjarga málum. Ekki taka ábyrgðina alla á ykkur, þið fáið ekki borgað fyrir það! Já, allar konur drífið ykkur út af vinnustaðnum hvar sem hann er, heima eða að heiman. 24. október klukkan 14:08 gangið út, þið eruð búnar að vinna fyrir ykkar launum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand