Sjálfstæðisflokkurinn lýsti yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins í gær og tapaði. Sagði formaður flokksins að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave og niðurstaða hennar vera ekkert annað en vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórn sem horfist hvorki í augu við staðreyndir né axli ábyrgð, „hún er rúin trausti“ heldur hann fram.
Ef þetta eru spilareglurnar, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt tiltekið mál þýði vantraust á ríkisstjórn, hvað þýðir þá niðurstaða gærdagsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Ef sömu reglur gilda fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann telur að gildi fyrir aðra, ætti flokkurinn þá ekki að skila inn lyklunum að skrifstofum sínum á Alþingi, segja sig frá þingmennsku og taka tapi eins og þeir vilja að aðrir taki tapi? Ég segi að svarið sé já við þessari spurningu. Skora á þingmenn Sjálfstæðisflokks að skila þingsætinu, pakka saman og fara jafnvel í örlitla sjálfsskoðun.
Af hverju sjálfsskoðun? Nú kannski vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til Icesave, hið mikla tap ríkisstjórnarinnar er einnig hið mikla tap Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem fyrir ykkur sem eruð ótrúlega fljót að gleyma, sagði já við Icesave samningnum.
Ég held líka að flokkurinn hefði gott af því að draga sig aðeins til hlés. Hann á eftir að greiða úr svo ótrúlega mörgum stórum málum, .t.d styrkjamálum, spillingu í stjórnartíð sinni og svona eins og einu efnahagshruni.
Áfram Ísland.