Loksins, loksins

VændiPISTILL Nýverið samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn mansali. Slík áætlun hefur ekki verið til áður hérlendis því á síðustu árum hefur aldrei fengist þingmeirihluti fyrir slíkum aðgerðum og sérstaklega ekki í góðæris- og neysluhyggjuríkisstjórnum síðustu ára. Vændi

PISTILL Nýverið samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn mansali. Slík áætlun hefur ekki verið til áður hérlendis því á síðustu árum hefur aldrei fengist þingmeirihluti fyrir slíkum aðgerðum og sérstaklega ekki í góðæris- og neysluhyggjuríkisstjórnum síðustu ára. Samfylkingarráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafa staðið að gerð áætlunarinnar í félagsmálaráðuneytinu en vinnan hófst í desember 2007.

Markmið áætlunarinnar, sem gildir til ársloka 2012, eru m.a. að fullgilda alþjóðasáttmála er varða mansal og aðlaga íslenska löggjöf, samhæfa innlent samstarf gegn mansali m.a. með því að koma á fót formlegri yfirumsjón með málaflokknum og koma á fræðslu um mansal fyrir viðeigandi fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda. Jafnframt á að efla greiningaaðferðir og aðstoð við fórnarlömb og sækja gerendur í mansalsmálum til saka.

Með aðgerðunum á að vinna að því að draga úr eftirspurn á vændis- og klámmarkaði með auknu eftirliti og með því að koma lögum yfir þá sem stuðla að, skipuleggja eða hafa ábata af vændi.

Mikilvægasti liðurinn í því samhengi er að kaup á vændi verða gerð refsiverð. Með því eru mikilvæg mannréttindi viðurkennd á ÍslandiÞað er eitt af grunngildum jafnaðarstefnunnar að enginn geti í krafti peninga og aðstöðu keypt sér aðgang að líkama annars. Með lögunum verður þvíloks viðurkennd sú alvarlega misnotkun sem það augljóslega er. Ábyrgðin á vændiskaupum á að vera hjá þeim sem halda uppi eftirspurninni, ekki þeim sem af neyð svara henni.

Með aðgerðaáætluninni og þá sérstaklega með fullgildingu alþjóðasáttmálans er varðar mansal sýna íslensk stjórnvöld loksins þá ábyrgð, sem okkur Íslendingum ber að sýna. Við erum ábyrg þjóð meðal þjóða, sem virðir mannréttindi! Baráttan gegn mansali og vændi er ekki „popúlisma-mál“, gæluverkefni, eða loftbólupólitík sem Samfylkingin tjaldar til rétt fyrir kosningar. Þetta er þörf aðgerð, sem hefur ekki hefur fengið hljómgrunn á frjálshyggjufylleríi síðustu ára. Loks er stigið stórt og mikilvægt skref í átt að réttlátara Íslandi sem jafnaðarmenn og Samfylkingin eru að byggja upp.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand