Velferðarpartý fyrir kosningar

velferc3b0LEIÐARI Stuðningur samfélagsins við börn og barnafjölskyldur hefur aukist með aðgerðaáætlun um málefni barna. Persónuafsláttur, barnabætur og vaxtabætur hafa verið hækkaðar en það kemur ungu fólki og hinum efnaminni sérstaklega vel.

velferc3b0LEIÐARI Allir flokkar vilja verja velferðina, samkvæmt Morgunblaðinu í dag. Og mogginn lýgur auðvitað aldrei. Það er líka ekkert nýtt að boðað sé til velferðarpartýs rétt fyrir kosningar, þegar allir flokkar keppast við að lofa því að gæta hags hinna efnaminni og gæta velferðarkerfisins.

Fyrir þessar kosningar setur efnahagshrunið og kreppan að sjálfsögðu strik í reikninginn. Þá er lykilatriði að halda utan um þá hópa samfélagsins sem standa höllustum fæti. En það er auðvitað ekki það sama að lofa og efna.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu Íslandi í tólf ár. Á meðan á því tímabili stóð breikkaði bilið milli ríkra og fátækra og raunar jókst skattbyrði á tekjulægstu hópana. Er þessum flokkum núna treystandi fyrir að gæta að velferð allra?

Samfylkingin með Jóhönnu Sigurðardóttur í fararbroddi hefur aftur á móti sýnt í verki að bera hag þeirra fyrir brjósti sem mest þurfa á að halda. Stuðningur samfélagsins við börn og barnafjölskyldur hefur aukist með aðgerðaáætlun um málefni barna. Persónuafsláttur, barnabætur og vaxtabætur hafa verið hækkaðar en það kemur ungu fólki og hinum efnaminni sérstaklega vel.

Kosningarnar 25. apríl eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Viljum við að hér rísi samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum og velferð? Þá þurfum við að velja flokk sem stendur í alvöru fyrir velferð og fylgir henni alla leið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið