Loftslagsmál, skattar og lýðheilsa á dagskrá Norðurlandaráðs ungmenna

Um helgina sem leið fór fram þing Norðurlandaráðs ungmenna (UNR) í Stokkhólmi. Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á landsþingum Norðurlandanna eiga möguleika á því að senda fulltrúa á þingið. Margrét Steinunn Benediktsdóttir, alþjóðarritari Ungra jafnaðarmanna sat þingið fyrir hönd UJ.  

Fulltrúar FNSU ásamt átrúnaðargoðinu Olof Palme

Á þinginu er farið yfir margar ályktanir frá regnhlífarsamtökum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka.

FNSU, regnhlífarsamtök Ungra jafnaðarmanna sendi inn fjórar ályktanir og  voru þær allar samþykktar.
Meðal ályktana FNSU var ályktun um loftslagsmál, í henni var krafist þess að Norðurlandaráðið lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.
Önnur tillaga var að skylda alþjóðleg fyrirtæki til að tilkynna tekjur sínar í hverju landi ásamt því að setja lágmarks skattaviðmið í öllum Norðurlöndunum fyrir þau sömu fyrirtæki.

Ályktanir sem fóru í gegn frá öðrum regnhlífarsamtökum voru meðal annars á þann veg að lögfesta skyldu til að bólusetja börn, vernda Norðurslóðir og afglæpavæða kannabis.

Margrét í pontu sænska þingsins að tala gegn ályktuninni

Ein regnhlífarsamtök, Nordens Liberale Ungdom, lögðu fram tillögu um að afnema kynþáttaákvæði í hatursorðræðu í löggjöf Norðurlandanna, rökin með tillögunni voru að verja þyrfti tjáningarfrelsi og að núverandi löggjöf væri of íþyngjandi. Margrét var meðal þeirra sem fóru upp í ræðustól og töluðu gegn ályktuninni og kom m.a. fram í máli hennar að „hatursorðræða ógni öryggi minnihlutahópa og að umrædd ályktun væri eingöngu lögð fram til að verja rasíska orðræðu“. Ályktunin var felld.

 

 

Ný stjórn UNR

 

Á þinginu var einnig kjörin ný stjórn UNR. Nýr forseti UNR er Nicholas Kujala frá Finnlandi. Hann er í umboði ungliðahreyfingu Sænska þjóðarflokksins, Svensk Ungdom, sem er undir regnhlífinni Nordiska Centerungdomens Förbund. Hann tekur við af Barbara Gaardlykke Apol frá Færeyjum, sem sat fyrir Sosialistisk Ung og tilheyrir sömu regnhlíf og UJ, FNSU. Margrét tekur einnig sæti í stjórn fyrir hönd FNSU og mun sitja í nefnd um velferðarmál út starfsárið 2019-20.

Þinginu lauk á sunnudaginn og í kjölfar þess hófst þing Norðurlandaráðs í gær, mánudag, einnig í Stokkhólmi. Þar mun stjórn UNR bera upp ályktanirnar sem voru samþykktar á þingi UNR.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand