Lóðaskortur í Reykjavík?

Ég segi allavegana að nú er mál að linni. Samfylkingin hefur ýtt undir álverin með því að taka ekki afdráttarlausa afstöðu gegn þeim, heldur hefur hún verið of hrædd við að styggja kjósendur. Næstu Alþingiskosningar hljóta að snúast að miklu leyti um áframhald álversstefnu íhalds- og framsóknarmanna. Með hverjum ætlum við þá að standa? Það hlýtur að vera takmark okkar jafnaðarmanna að fella núverandi ríkisstjórn og binda endi á þetta álæði. Þótt fyrr hefði verið.

Gögnin hér sýna svo að ekki verður um villst að í Reykjavík var að meðaltali úthlutað flestum lóðum á ári síðustu 6 árin. Á meðan nágrannasveitar- félögin úthluta með æðisgengnum hætti sum árin heldur Reykjavík sínu striki og gerir hlutina með reglu og festu. Á meðan nágrannasveitarfélögin hafa kynt undir óstöðugleika og ýtt undir fúsk í byggingariðnaði með „ofurúthlutunum“ hefur Borgarstjórn Reykjavíkur haft stöðugleika og gæði að markmiði.

Sjálfstæðismenn hafa reynt að halda því fram að stærsta vandamál Reykjavíkur sé meintur lóðaskortur, greinilegt er að svo er ekki. Svar þeirra er því að bjóða að því er virðist ótakmarkaðan fjölda einbýlishúsalóða. Já, ég er viss um að Reykvíkingar myndu bara elska meiri fjarlægð milli sín og náttúrunnar umhverfis borgina. Sífellt óljósari mörk náttúruverndarsvæða og byggðar er nákvæmlega það sem Reykjavík þarf. Og það er draumur hvers Reykvíkings að lengra verði milli heimilanna og verslunar- og þjónustukjarna því bensínið kostar svo sem ekki neitt.

Nei, ég segi að það eina sem einkenni stefnu Sjálfstæðismanna sé gæðaleysi. Af sitjandi borgarstjórn hefur jafnvægis verið gætt milli uppbyggingar á nýjum svæðum við jaðar byggðarinnar og þróun nýrra svæða í byggðinni sem fyrir er. Sá háttur sparar skattgreiðendum stórfé. Stofnkerfin í borginni nýtast þannig betur og þéttleika byggðarinnar er haldið við. Gott skipulag nýtir sér það sem fyrir stendur og bætir nýtingu stórra fjárfestinga.

Að hreinsa strandlengjuna af skólpi og langvarandi aðgerðarleysi Sjálfstæðismanna var hvorki létt verk né ódýrt. Lóðauppboð í Reykjavík hafa reynst farsæl og sanngjörn leið til að úthluta byggingarétti meðan efi og vantraust hafa einkennt úthlutunarmál Sjálfstæðisflokksins í nágrannasveitarfélögunum. Meira dynur þó á frumherjunum en þeim sem hjakka í sama farinu. Uppboðin hafa aflað fjár til uppbyggingar skóla og annarra félagslegra grunnkerfa nýju hverfanna en víða annars staðar er þessum peningum bara troðið í vasana á byggingaverktökum. Sjálfstæðismenn hafa sett sig upp á móti sjálfsögðum vinnubrögðum R-listans og gagnrýnt uppbyggingu félagslegra kerfa með uppboðsfénu. Maður spyr sig hvort þeir hafi ekki áhuga á skólum og leikskólum en víst vitum við svarið við því.

Flausturslegir starfshættir geta aldrei af sér vandaða niðurstöðu en jöfn og þétt vinnubrögð skila þeim miklu gæðum sem borgarbúar eiga skilin og hafa fengið með R-listann við stjórnvölin. Sjáum til þess að sömu gæðum verði haldið á lofti í Reykjavík.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand