Listir og menning – til hvers?

Má vera að í listinni búi leyndur kraftur og lítil fræ sem í framtíðinni verða máttarstólpar hagkerfisins líkt og hjá Dönum sem hafa á síðustu árum gert hönnun að sinni aðalútflutningsgrein og velta nú milljörðum á henni einni saman? UJ standa fyrir opnum fundi nk. fimmtudag kl. 20 um menningu og listir.

Í því þjóðfélagi sem við lifum í virðist fólk sjásífellt minna gildi í menningu og listum.Fátt er metið til nokkurs afúttöluðum álitsgjöfumnema það skili strax fjárhagslegum hagnaði og í fljótu bragði virðist listin oft vera til óþurftar og lítils gagns nema kannski til að skemmta þeim sjálfum sem hana stunda, samkvæmt sömu aðilum. En má vera að ílistinni búi leyndur kraftur og lítil fræ sem í framtíðinni verða máttarstólpar hagkerfisins líkt og hjá Dönum sem hafa á síðustu árum gert hönnun að sinni aðalútflutningsgrein og velta nú milljörðum á henni einni saman? Má vera að listin sé einmitt það tæki sem eflir sjálfskoðun þjóðar og vekur fólk til umhugsunar um önnur mikilvæg gildi eins og velferð náungans, fordómaleysi, ást, samkennd, frelsi einstaklingsins og tilgang samfélagsins?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á opnum fundi Ungra jafnaðarmanna næstkomandi fimmtudag klukkan 20.00 í húsi Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1. Erindi flytja Sólveig Arnarsdóttir, leikkona, og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið