Leikhús fáránleikans

Það er ekki hægt að taka þátt í neinni vitrænni umræðu um þetta alræmda fjölmiðlafrumvarp. Það er gersamlega ómögulegt. Menn gagnrýna flýtinn, vinnubrögðin o.s.frv. en aðalástæðan er samt önnur. Frumvarpið er lítið dulbúin árás á frelsi okkar til að gagnrýna stjórnvöld. Það er eins og að taka þátt í leikhúsi fáránleikans fyrir áhugafólk um fjölmiðlafrelsi að ræða þetta frumvarp á þeim nótum að markmið þess sé að auka frelsi fjölmiðla þegar því er svo augljóslega beint gegn tjáningarfrelsinu. Það er ekki hægt að taka þátt í neinni vitrænni umræðu um þetta alræmda fjölmiðlafrumvarp. Það er gersamlega ómögulegt. Menn gagnrýna flýtinn, vinnubrögðin o.s.frv. en aðalástæðan er samt önnur. Frumvarpið er lítið dulbúin árás á frelsi okkar til að gagnrýna stjórnvöld. Það er eins og að taka þátt í leikhúsi fáránleikans fyrir áhugafólk um fjölmiðlafrelsi að ræða þetta frumvarp á þeim nótum að markmið þess sé að auka frelsi fjölmiðla þegar því er svo augljóslega beint gegn tjáningarfrelsinu.

Ef þú þolir ekki gagnrýni, hættu þá!
Davíð Oddsson, forsætisráðherra í skjóli flokks sem kennir sig við frelsi einstaklingsins, þolir ekki gagnrýni. Það gerir hann afar hættulegan. Hann vill ákveða hverjir megi tjá sig, um hvað og hvenær. Þegar að rithöfundurinn Hallgrímur Helgason gagnrýndi hann fyrir tveimur árum þá kallaði Davíð hann á sinn fund. Honum þótti bersýnilega ekki gott að eitt okkar helsta skáld skyldi skrifa eins og hann gerði. Við vitum að Davíð vill teljast til skálda og er annt um virðingu kollega sinna. Við vitum að egó Davíðs er stórt og að hann vílar ekki fyrir sér að atyrða andstæðinga sína. Við vitum öll nógu mikið um þennan mann til að vita af hvaða hvötum þetta svokallaða fjölmiðlafrumvarp er sprottið.

Ritskoðunarfrumvarpið
En í þetta sinn þarf þjóðin ekki einu sinni að sjá um það sjálf að setja þetta frumvarp í samhengi við hatur Davíðs á Baugsfegðum, valdþreytu hans eða gagnrýnisóþól. Hann hefur sjálfur lýst yfir ástæðum þess að hann er að þröngva fram þessu frumvarpi. Honum líkar ekki það sem er skrifað um í sumum dagblöðunum. Í fréttaviðtölum þar sem hann er spurður hvers vegna þörf sé á lögum þá bendir hann á „stríðsfyrirsagninar“sem réttlætingu. Að blaðamenn gangi „algjörlega og eingöngu“ erinda einhverra eigenda sem hann á í einkastríði við.

Til hvers erum við með 63 þingmenn ef tveir ráða öllu?
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru að því er virðist með kolranga hugmynd um það hvert hlutverk þeirra sé gagnvart leiðtogum sínum. Formenn eru í fyrsta lagi þjónar sem njóta trúnaðar æðstu samkomu flokka sinna. Þeir eiga að þjóna vilja flokks síns en ekki öfugt. Það er flokksmanna að veita aðhald. Sagt hefur verið að Davíð sé í vondum félagsskap. Menn vita það ekki sjálfir þegar þeir eru í afneitun. Davíð sér ekkert rangt við að setja lög á þá sem gagnrýna hann. Það hlýtur að þýða að hann sé blindur á stórkostlegt siðleysi þess að gera slíkt. En þingmenn stjórnarflokkana eru ekki blindir. Sagt er að þeir séu hræddir. Hræddir um eigin frama. Það er nú einmitt við þær kringumstæður sem mest reynir á skapgerð okkar og andlegan styrk. Afhverju stígur enginn fram og segir Davíð eins og er? Herðir sig upp og gerir það sem er rétt. Hefur vit fyrir þessum manni sem er, að því er virðist, bæði vitfirrtur af bræði og blindaður af hatri.

Ömurð fyrrum frjálshyggjumanna
Ég hélt að hápunkturinn á niðurlægingu þeirra sem undanfarinn áratug hafa starfað undir merkjum frjálshyggjunar hafi verið þegar að Pétur Blöndal hélt uppi vörnum fyrir eftirlaunafrumvarpið vegna þess að í því fælust engar dramatískar breytingar á fyrirkomulagi sem hann væri annars mjög ósammála. En nei. Ólafur Teitur Guðnason, þessi annars ágæti blaðamaður, toppaði það þegar hann mætti í Kastljós og sagðist vera andvígur frumvarpinu en reyndi allt hvað hann gat að sýna fram á það væri nauðsynlegt. Þannig hafa þeir komið hver á fætur öðrum og sýnt sitt rétta andlit.

Lífið of stutt til að selja sálu sína
Taka skal fram að félagar í Frjálshyggjufélaginu virðast, ef tekið er mið af ályktun þeirra um málið, ekki plagaðir af sama þýlyndi. E.t.v. er það vegna þess að þeir voru nokkru áður búnir að slíta tengslin við móðurskipið Valhöll. Þeir hafa eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, bent á að það er sjálfsagður réttur fjölmiðlanna að gagnrýna stjórnvöld. Jafnvel rétturinn til að hafa stjórnmálamenn að háði og spotti er mikilvægur hluti lýðræðisins. Hinn stjórnlyndi nýi félagsmálaráðherra var því enn og aftur á villigötum þar sem hann í ræðustóli á Alþingi benti á skopmynd af forsætisráðherra í DV sem sönnun fyrir nauðsyn ritskoðunarstefnu ríkisstjórnarinnar. Að Árni Magnússon skuli hugsa svona eftir aðeins nokkra mánuði á þingi er að mínu mati stóralvarlegt mál.

Ríkið, það er ég!
Það er yfirleitt í veldum einræðisherra sem því er haldið fram að það sé ógnun við ríkið sjálft ef þeir eru gagnrýndir of opinskátt. Þeir gera ekki greinarmun á ríkinu og sér, á persónu sinni og embættinu sem þeir gegna. Þeir raða í kring um sig mönnum sem halda uppi áróðri um að það sé í raun gæfa þjóðarinnar að slíkur yfirburðarmaður skuli hafa gefið kost á sér. Og stundum reyna þeir jafnvel að endurskrifa söguna. Nú hef ég ekki lesið bækurnar sem Davíð hefur verið að gefa út fyrir reikning ríkisins. En sjálf framkvæmdin gefur ekki tilefni til bjartsýni.

Í sumum löndum þarf fólk að hvísla stjórnmálaskoðunum sínum
Ég dvaldist sem skiptinemi í Indónesíu árin 1994 –1995 og kynntist þar af eigin raun samfélagi sem minnti á skáldsöguna 1984 eftir George Orwell. Þetta var undir lok rúmlega þriggja áratuga valdatíðar Soeharto forseta. Þar hafði stuttu áður verið bannað vikublaðið KOMPAS á grundvelli þess að Soeharto taldi þá ekki kunna að fara með tjáningarfrelsið. Það þótti eitt helsta merkið um breytta tíma í Indónesíu þegar að þetta blað var endurreist stuttu eftir fall einræðisherrans. Aðstæður eru vissulega ekki orðnar jafn slæmar hér og ég kynntist þar. Ég hefði lent í fangelsi fyrir það að skrifa svona grein þar. Það er sem betur fer ekki þannig hér. Ég get leyft hneykslan minni að brjótast fram án þess að óttast afleiðingarnar. En framlagning fjölmiðlafrumvarpsins er að mínu mati eitt skref í áttina að slíku ófrjálsu samfélagi.

Við getum tekið valdið af þeim með því að hlýða ekki
Ég hvet starfsmenn Norðurljósa til að bugast ekki. Þið eruð ekki bundin af ólögum. Stjórnarskráin er ykkar megin. Látið ríkisstjórnina þurfa að beita lögreglunni til að tryggja ritskoðun sína.

Hlægjum upp í opið geðið á þeim. Leyfum þeim að reyna að kúga hina íslensku þjóð.

Þeim mun ekki takast það!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið