Landsþing Ungra jafnaðarmanna verður haldið í Háskólanum á Akureyri helgina 1. – 3. október.
Þingið verður sett á Laugardeginum kl.11:00 – 12:00
Ungir jafnaðarmenn hvetja alla sem hafa áhuga á samfélagsmálunum og jafnaðarmennskunni að taka þátt en skráning er hafin á vefsíðunni:
…
https://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dDVoY2xkM0RQWm9QeUFYbEtkM1FMdkE6MQ
Síðasti dagur til að skrá sig til leiks er þriðjudagurinn 28. september.
Einnig óska Ungir jafnaðarmenn eftir framboði til framkvæmda- og miðstjórnar samtakanna. Til að skila inn framboði skal senda inn nafn, kennitölu, mynd og embætti er óskað er eftir á netfangið kjorstjornuj@gmail.com. Upplýsingar um embætti félagsins má nálgast í lögum UJ á www.politik.is
Framboð skulu berast í síðasta lagi kl.12:00 á laugardeginum 2. október.
Lagabreytingum skal einnig skilað á netfangið uj@samfylking.is fyrir þriðjudaginn 28. september.
Þinggjald verður ekkert, en rukkað verður fyrir einstaka hluti s.s rútuferðir, mat, afþreyingu. Það skýrist þegar nær dregur en stefnt er á að halda kostnaði í lágmarki.
Rútuferðir verða frá Reykjavík til Akureyri og aftur til baka. Hægt er að sækja fólk á leiðinni.
Gisting verður í boði á Akureyri.
Boðið verður upp á barnapössun gerist þess þörf, skráning er á uj@samfylking.is.
Hægt er að sækja um undanþágur á ýmsum greiðslum. Hafa skal samband við framkvæmdastjóra UJ ef óskað er eftir undanþágum, uj@samfylking.is.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir er nær dregur. En nú er þörf á að hrista upp í starfi félagsins og því nauðsynlegt að ná fram sem mestri þáttöku á landsþinginu á Akureyri.
Fylkjum liði!
Ungir jafnaðarmenn