Einkavæðing Símans

Jæja, þá er komið að því. Það á að fara að selja Símann. Fyrir þremur árum var tekin rétt ákvörðun um að fresta sölu Símans enda var netbólan fræga við það að springa og hlutabréfaverð tæknifyrirtækja hrundi. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn virðast sammála um það nú að selja Símann í heilu lagi; ekki á að skilja grunnnetið frá almennum rekstri fyrirtækisins áður en það er selt. Þetta eru mikil mistök hjá ríkisstjórninni. Félag íslenskra netverja eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og telja að það torveldi samkeppni í verði og þjónustu. Jæja, þá er komið að því. Það á að fara að selja Símann. Fyrir þremur árum var tekin rétt ákvörðun um að fresta sölu Símans enda var netbólan fræga við það að springa og hlutabréfaverð tæknifyrirtækja hrundi. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn virðast sammála um það nú að selja Símann í heilu lagi; ekki á að skilja grunnnetið frá almennum rekstri fyrirtækisins áður en það er selt. Þetta eru mikil mistök hjá ríkisstjórninni. Félag íslenskra netverja eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og telja að það torveldi samkeppni í verði og þjónustu.

,,Náttúruleg einokun”
Einkavæðing ríkisfyrirtækja í samkeppnisumhverfi er í sjálfu sér brýn. Hún getur skapað heilbrigða samkeppni og stuðlað að hagræðingu sem leiðir til betri þjónustu og lægra verðs neytendum til hagsbóta. Þjónustu, þar sem fastakostnaður við uppbyggingu hennar er mjög hár, ætti hins vegar að skoða vandlega áður en farið er út í einkavæðingu. Dæmi um slíka þjónustu er grunnet síma, dreifikerfi raforku og dreifikerfi vatns. Ástæðan er meðal annars sú að það er of dýrt að byggja upp þessi kerfi þannig að þau séu í innbyrðis samkeppni. Það er til dæmis of dýrt að koma upp tveimur raflínum hlið við hlið í samkeppni hvor við aðra um dreifingu rafmagns. Í þessum tilvikum er stundum talað um ,,náttúrulega einokun” (e. natural monopoly). Þá er átt við að það er ódýrara fyrir einn aðila en marga að veita ákveðna þjónustu eða framleiða ákveðna vöru. Opinberir aðilar eru því betur til þess fallnir að byggja upp slík kerfi enda vinna þeir í þágu almennings og gæta hagsmuna hans. Einkafyrirtækjum ber hins vegar fyrst og fremst að gæta hagsmuni eigenda sinna og þar af leiðandi að græða sem mest. Það geta þeir gert á kostnað neytenda í skjóli einokunaraðstöðu. Þeir sem eru fylgjandi einkavæðingu grunnets Símans hafa þó bent á að hægt sé að hafa strangt opinbert eftirlit og tryggja að fyrirtækið misnoti ekki aðstöðu sína með reglugerðum. En til hvers þá að einkavæða einkavæðingunnar vegna fyrst frjáls og heilbrigð samkeppni ríkir ekki? Nær væri að skoða aðrar leiðir til hagræðingar en einkavæðingu, svo sem útboð hins opinbera á uppbyggingu ákveðinna hluta slíkra grunnkerfa.

Lærum af reynslu annarra
Ef við lítum á reynslu annarra þjóða af einkavæðingu á dreifikerfum getum við tekið Kaliforníuríki og raforkukerfi þeirra sem dæmi. Þar hefur ríkt neyðarástand á raforkumarkaðnum um nokkurt skeið í kjölfar einkavæðingar. Kaliforníubúar hafa oft mátt þola okurverð, orkuskömmtun og jafnvel rafmagnsleysi. Þetta má meðal annars rekja til þess að lítil uppbygging hefur verið í dreifikerfi raforkunnar. Einnig vantar samræmingu í dreifikerfinu.

Sem sagt, slík dreifikerfi henta ekki á samkeppnismarkaði eins og fram kemur að ofan og sést einnig á reynslu Kaliforníuríkis. Í tilvikum eins og með grunnnet síma er einkavæðing þess ekki til hagsbóta fyrir almenning.

Er ekki kominn tími til að við Íslendingar bregðum út af vananum og lærum af reynslu annarra þjóða? Seljum Símann en látum grunnnetið vera áfram í eigu þjóðarinnar enda lýtur það ekki lögmálum frjálsrar samkeppni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand