Sveitastjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi snúast um stefnumótun. Samvinnan í borginni hefur tekist ágætlega, og er það að þakka ábyrgum og samstarfsfúsum minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna.
Það má draga þær ályktanir af máli oddvita listanna í Reykjavík, að allir séu tilbúnir að halda samstarfinu áfram. Stefnumótun verður hinsvegar í höndum þeirra sem meirihluta hljóta í borginni eftir kosningar, og þrátt fyrir að allir séu tilbúnir að vinna að málefnum borgarinnar, með það að markmiði að gera borgina að betri stað, skiptir höfuðmáli hvaða málum á að forgangsraða.
Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur Íslands, og stendur fyrir jöfnuð, frelsi og öruggt velferðarumhverfi. Samfylkingin forgangsraðar því í þína þágu.