Kópavogsbúar vilja ekki óperhús skilyrðislaust!

Aðildarríki samningsins og þar á meðal Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvæmt þjóðarrétti en ekki að landsrétti. Því þarf að lögfesta alþjóðalega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi.Að mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli, sem Barnasáttmálinn er, að vera lögfestur hér á landi með sama hætti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur verið lögfestur. Við það fengið barnasáttmálinn aukið vægi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrðu að taka mið af honum sem sett lög. Noregur lögfesti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2003. Umræðan um byggingu óperuhúss í Kópavogsbæ og áræðni Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra hefur ekki farið fram hjá mörgum. Fyrirætlanir Gunnars bera vægast sagt vott af framkvæmdagleði og velvild í garð óperuunnenda, en engu að síður er framferði hans varla til fyrirmyndar. Um þessar mundir vinnur Gunnar að fjármögnun óperuhússins með því að leita til styrkaraðila sem hlýtur að teljast afkáralegt því ekki hefur hugmyndin verið samþykkt á bæjarstjórnarfundi. Gunnar veit í ofanálag að framkvæmdin er umdeild og ekki líst öllum á blikuna.

„Ég er enginn samræðupólitíkus“
Háttvirtur bæjarstjóri Kópavogsbúa þvertekur fyrir að vera „samræðupólitíkus“ eins skömm sé að þeirri nafnbót. Með því að fara bakdyramegin sýnir hann samstarfsfólki í bæjarstjórn Kópavogs og Kópavogsbúum öllum slíka vanvirðingu að orð fá ekki lýst. Vel má vera að framkvæmdagleði Gunnars baki honum einhverjar vinsældir innan bæjar sem utan, en viðlíka framkvæmd krefst umræðu allra fulltrúa Kópavogsbúa í bæjarstjórn sem bæjarbúa allra. Hvenær hafa bæjarbúar fengið að tjá sig um framkvæmdina? Hefur álitskönnun af hálfu bæjarstjóra farið fram á öðrum vettvangi en að fletta dagblöðum og lesa aðsendar greinar og álit fólks á förnum vegi?

Hér má vel vera að margir Kópavogsbúar séu himinlifandi yfir byggingu óperuhúss og telji það bænum til sóma að skarta slíku menningarmannvirki. Það kemur alls ekki á óvart, enda eru flestir Kópavogsbúar á því að glæsilegt óperuhús innan bæjarins sé til stakrar prýði. Ýmislegt stendur þó í vegi fyrir komandi framkvæmd:

Í fyrsta lagi er umrætt byggingarsvæði of lítið.
Um er að ræða lítinn grasflöt sem nú nýtist undir púttvöll og bílastæði bókasafnsins. Fyrirhugað er að byggja óperuhúsið að hluta til neðanjarðar. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort viturlegt sé að ráðast í umfangsmikla framkvæmd af þessu tagi ef plássið er jafn lítið og raun ber vitni. Er ekki tilgangur hennar sá að byggja óperusöng á Íslandi gott framtíðarheimili þar sem listin fengi að dafna? Mun ráðlegra væri að finna húsinu annan stað innan bæjarins, ef ráðast ætti í framkvæmdina. Skortur á bílastæðum er einnig borðleggjandi vandamál.

Í öðru lagi er byggingin ótímabær.
Í raun þurfa andstæðingar framkvæmdarinnar ekki að hlaupa upp til handa og fóta alveg strax, því fjármögnun byggingarinnar virðist ekki ganga of vel. Ljóst er að ef byggingin rís á næstu árum þarf að seilast í vasa bæjarbúa. Með gríðarlegri íbúafjölgun bæjarins á síðustu árum er ljóst að verkefnin skortir ekki, s.s. bygging nýs menntaskóla.

Í þriðja lagi hindrar fyrirhuguð staðsetning stækkun bókasafnsins.
Í dag er lesaðstaða fyrir bæjarbúa engin. Ólíkt nágrannasveitarfélögum hefur Kópavogsbær sleppt því að hlúa að námsmönnum og því þurfa þeir að leita að lesaðstöðu utan bæjarmarkanna. Einnig er safnið sjálft heldur lítið, og næststærsta og næstfjölmennasta bæjarfélag landsins ætti að geta státað af glæsilegra safni en nú er fyrir hendi. Púttvöllur sá er á að geyma óperuhús gæti frekar nýst undir viðbyggingu bókasafnsins, sem gæti skartað fínustu lesaðstöðu, tónlistardeild og almenns rýmis fyrir stærri bókakost. Til samanburðar má nefna að Hafnfirðingar, sem eignuðust nýtt bókasafn sama ár og Kópavogsbúar, hafa þegar ákveðið að byggja við sitt safn.

Kannski á öðrum stað?
Í fljótu bragði virðist óperuhús í Kópavogi glæsileg hugmynd. Tillagan hefur fallið í góðan jarðveg utan bæjarfélagsins, þ.á.m. innan Velunnarafélags íslensku óperunnar, en staðsetning hússins er alveg á skjön við raunverulegar þarfir bæjarbúa. Þó verður að vekja athygli á að ekkert er því til fyrirstöðu að óperuhús rísi innan bæjarmarkanna, og þar er byggingarland ekki af skornum skammti. Finna mætti húsinu annan samastað, t.d. á Vatnsendasvæðinu, og þá í ögn fjarlægari framtíð þegar brýnni verkefni hafa fengið afgreiðslu, nægi fjármagn styrktaraðila ekki fyrir framkvæmdinni allri.

Hlúa þarf að öllum þáttum menningarmála
Nauðsynlegt er að reisa tónlistarfólki góðan vettvang, eins og gert hefur verið með tilkomu Salarins sem reynst hefur landsmönnum öllum vel og er mál manna innan tónlistargeirans er að prýðilegra tónlistarhúsnæði finnist varla Það verður einnig að liggja til grundvallar að tónlist, sem og öðrum listgreinum og menntamálum, þarfnast stuðnings yfirvalda. Óperuhússframkvæmdin einkennist þó í heild sinni af valdníðslu og vanhugsun í ljósi fyrirhugaðrar staðsetningar, sér í lagi vegna ástands bókasafnsins. Velunnarar óperu og tónlistar eiga betra skilið en það sem koma skal í Borgarholtinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand