Komum Orkuveitunni á rétta braut

Lengst af sinntu fyrirtækin sem nú mynda Orkuveitu Reykjavíkur því sjálfsagða hlutverki sínu að útvega og afla Reykvíkingum kalds og heits vatns og raforku. Fyrirtæki þessi voru tiltölulega vel rekin og skuldlítil.Á síðustu árum hefur Orkuveita Reykjavíkur færst mikið í fang. Að sumu leyti hefur þessi útrás Orkuveitunnar verið skynsamleg. Þannig er tvímælalaust ástæða til að fagna tilkomu gufuaflsvirkjana á Nesjavöllum og Hellisheiði sem og uppkaupum Orkuveitunnar á veitufyrirtækjum í grennd við höfuðborgarsvæðið. Lengst af sinntu fyrirtækin sem nú mynda Orkuveitu Reykjavíkur því sjálfsagða hlutverki sínu að útvega og afla Reykvíkingum kalds og heits vatns og raforku. Fyrirtæki þessi voru tiltölulega vel rekin og skuldlítil.

Á síðustu árum hefur Orkuveita Reykjavíkur færst mikið í fang. Að sumu leyti hefur þessi útrás Orkuveitunnar verið skynsamleg. Þannig er tvímælalaust ástæða til að fagna tilkomu gufuaflsvirkjana á Nesjavöllum og Hellisheiði sem og uppkaupum Orkuveitunnar á veitufyrirtækjum í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Annað af því sem Orkuveitan hefur tekist á hendur er erfiðara að réttlæta. Fáir skilja til dæmis hvernig forsvarsmönnum fyrirtækisins kom til hugar að fara að rækta risarækjur. Þeir eru heldur ekki margir sem átta sig á hvers vegna nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins þurftu að vera jafníburðarmiklar og raun ber vitni.

Alvarlegast af öllum gæluverkefnum Orkuveitunnar á undanförnum árum hefur þó verið þátttaka hennar í fjarskiptarekstri – ef rekstur skyldi kalla. Á þessu ævintýri hafa tapast milljarðar króna. Reikningurinn verður sendur notendum veitunnar – fólki og fyrirtækjum í Reykjavík og nágrenni.

Nú berast fregnir af því að Orkuveitan hyggist leggja ljósleiðaranet um gervalla borgina. Skemmst er frá því að segja að þetta er ekki heillavænlegt. Ef yfirvöld í Reykjavík hafa áhuga á því að flýta fyrir lagningu ljósleiðara um höfuðborgina ættu þau að sjálfsögðu að fara sömu leið og Seltirningar eru nú að gera: Einfaldlega auglýsa eftir áhugasömum aðilum til samstarfs.

Að mati Pólitík.is er nefnilega kominn tími til að Orkuveitan snúi sér aftur að því sem borgarbúar ætlast til af henni: Að bjóða kalt og heitt vatn og rafmagn á sem vægustu verði.

Úti er ævintýri.

Það skal tekið fram að þessi pistill er ekki á neinn hátt hugsaður sem gagnrýni á það ágæta starfsfólk sem vinnur hjá Orkuveitunni. Átölur þær sem hér er að finna beinast einvörðungu að pólitískri stjórn fyrirtækisins.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand