Kerry v.s. Bush

Í umræðunni síðustu daga, jafnt í fjölmiðlum sem og á götunni hefur talsvert verið rætt um Kerry og hvernig hann og hans stefnumál eru ólík stefnu Bush. Talsvert hefur uppá vantað og jafnvel eitthvað verið um rangfærslur. – Segir Tómas Greinin birtist áður sem aðsend greinNú er orðið nokkuð ljóst að ef ekkert stórkostlegt kemur uppá þá verða það John Kerry, George Bush og Ralph Nader sem munu berjast um hylli bandarísk almennings í kosningabaráttunni sem nú er að fara í gang. Nokkuð ljóst er að Ralph Nader á ekki raunhæfa möguleika á kjöri, en áhrif af framboði hans væri þó áhugavert að skoða. Það verður hinsvegar ekki gert hér.

Í umræðunni síðustu daga, jafnt í fjölmiðlum sem og á götunni hefur talsvert verið rætt um Kerry og hvernig hann og hans stefnumál eru ólík stefnu Bush. Talsvert hefur uppá vantað og jafnvel eitthvað verið um rangfærslur. Ég ætla því að taka nokkur málefni fyrir sig og í örstuttumáli sýna fram á mun John Kerry og George Bush.

RÉTTINDI SAMKYNHNEIGÐRA
Undanfarið hefur þó nokkur umræða verið um samkynhneigt fólk og baráttu þess í hinum frjálsu Bandaríkjum. Því er við hæfi að líta á stefnu þeirra til nokkura mála sem viðkemur samkynhneigðum.

Réttur samkynhneigðra til giftingar og lagalegra réttinda hjóna:
George Bush: Eins og fram hefur komið í fréttum legst Bush eindregið á móti giftingum samkynhneigðra og lagalegum réttindum sem hjónavígslunni fylgja.
John Kerry: Er á móti formlegum giftingum samkynhneigðra en er fylgjandi því að lagaleg réttindi hljótist að fullu við opinbera sambúð.

Samkynhneigt fólk í hernum:
George Bush: Hann er fylgjandi hinnar svo kölluðu “don´t ask, don´t tell” stefnu sem felur í sér að samkynhneigt fólk má vera í hernum svo framarlega að það segi ekki að það sé semkynhneigt.
John Kerry: Er fylgjandi því að kynhneigð fólks skipti ekki máli í hernum og að allir megi þjóma í hernum og þurfi ekki að fela kynhneigð sína.

Réttindi samkynhneigðra til ættleiðinga:
George Bush: Er alfarið á móti því að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn.
John Kerry: Er fylgjandi því að samkynhneigð pör í sambúð fái að ættleiða börn, uppfylli þau sömu kröfur og gerðar eru til gagnkynhneigðra para sem vilja ættleiða barn/börn.

Hatursglæpalöggjöf: (deilt um það hvort það eigi að víkka skilgreiningu á hatursglæp til glæpa sem framdir eru gegn samkynhneigðum).
George Bush: Er á móti því að fært verði í lög að glæpir gegn samkynhneigðum séu hatursglæpir.
John Kerry: Er fylgjandi lagabreytingu sem hefði í för með sér að glæpir gegn samkynhneigðum færu í gegnum dómskerfið sem hatursglæpir.

VARNAR- OG ÖRYGGISMÁL
Ekki fer framhjá neinum að varnarmálin eru ofarlega á baugi jaft hjá Bush og Kerry. Ljóst er að eftir 11. september 2001 hefur þessi málaflokkur orðið sífellt mikilvægari en jafnframt umdeildari. Hér eru nokkur málefni sem nota má til miðviðunar til þess að átta sig á mun Kerry og Bush í þessum málum.

National Missile Defense:
Þetta er eins og margir vita eitt af gæluverkefnum Bush. Upphaflega lagt fram af Reagan og þekt sem Star Wars. Byggir á því að einskonar leysigeisla hnöttum verði komið fyrir út í geimi þar sem þeir geta skotið niður flaugar áður en þær lenda á Bandaríkjunum. Stjarnfræðilega kostnaðarsamt og í óþökk við alþjóðasamfélagið.
George Bush: Vill koma fyrsta stiginu á fót árið 2004 og halda síðan áfram samkvæmt áætlun sem hann nýlega lagði fram.
John Kerry: Algjörlega á móti “Star Wars”, vill frekar auka alþjóðasammvinnu og takmörkun vopnaeignar.

Stækkun herafla:
Þetta mál var gert að kosningamáli hjá nokkrum þeirra Demókrata sem nú hafa hellst úr lestinni. Hvorki Kerry né Bush hafa lagt mikla áherslu á þessa hlið varnamála en þó má sjá mun á stefnu þeirra.
George Bush: Hefur ekki lýst yfir fjölgun í herafla Bandaríkjanna umfram það sem hann hefur nú þegar gert.
John Kerry: Hefu lýst yfir að hann muni ekki fjölga í hernum sjálfur en frekar að fjölga í þjóðvarnarliðinu, lögreglu og öðrum svæðisbundnum öryggissveitum.

Aukin útgjöld til hermála:
Þetta er eitt af þeim málefnum sem Bush hefur hvað mest verið gagnrýndur fyrir. Gríðarlegt fjárstreymi til hersins, bæði í Afganistan og Írak hefur sett Bandarískann efnahag á hvolf og hefur aldrei síðan í kreppunni verið jafn mikill halli á fjárahag Bandaríkjanna.
George Bush: Vill auka útgjöld til hersins enn frekar eða um 4,2% og verða þá útgjöld til hersins orðin 380$ milljarðar
John Kerry: Hann vill nota peningana sem fara áttu í “Star Wars” í það að þróa tæki og tækni Bandaríkjahers auk þess sem hann vill bæta lífeyri fyrverandi hermanna.

KYNNIST KERRY
Auðvitað er munur á þeim í flestum málum og hægt væri að fara út í heilbrigðismál, menntamál, umhverfisstefnu þeirra. Það verður hins vegar ekki gert í þessari grein. Ljóst er af þessu að við sem skynsamt fólk, jafnaðarmenn, hluti af mannkyninu hljótum að styðja Kerry og málefnabaráttu hans á móti sérhagsmunagæslu og gríðarlega feitum kosningasjóðum Bush. Ég hvet hinsvegar alla til að taka fréttaumfjöllun um frambjóðendurna varlega. Mikið er um að Bush reyni að koma óorði á Kerry og auðvitað gerir Kerry í því að draga upp slæma mynd af Bush. Farið á netið, lesið á heimasíðum þeirra um stefnumál þeirra og dæmið svo sjálf. Ekki láta Bush kynna ykkur fyrir Kerry. Kynnist honum sjálf.

Tómas Kristjánsson, nemi í MH.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand