
Ingibjörg Ruth Gulin var kjörin forseti Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins á fimmtudag.
Ingibjörg tekur við af Aroni Leví Beck borgarfulltrúa en hann tekur sæti í nýrri stjórn ásamt Ídu Finnbogadóttur, varaforseta félagsins. Einnig voru Ágúst Arnar Þráinsson, Branddís Ásrún Snæfríðardóttir og Oddur Sigþór Hilmarsson kjörin í stjórn.
Á fundinum var samþykkt að embætti formanns yrði embætti forseta og embætti varaformanns yrði embætti varaforseta.
Sem forseti aðildarfélags tekur Ingibjörg einnig sæti í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.
Við óskum Ingibjörgu og nýrri stjórn hjartanlega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með Hallveigu á komandi starfsári!