Ingibjörg Ruth Gulin nýr forseti Hallveigar

Ingibjör Ruth Gulin, nýr forseti Hallveigar, ásamt Aroni Leví Beck, fyrrverandi forseta.

Ingi­björg Ruth Gul­in var kjör­in for­seti Hall­veig­ar, fé­lags ungra jafnaðarmanna í Reykja­vík, á aðal­fundi fé­lags­ins á fimmtudag.

Ingi­björg tek­ur við af Aroni Leví Beck borg­ar­full­trúa en hann tek­ur sæti í nýrri stjórn ásamt Ídu Finn­boga­dótt­ur, vara­for­seta fé­lags­ins. Einnig voru Ágúst Arn­ar Þrá­ins­son, Brand­dís Ásrún Snæfríðardótt­ir og Odd­ur Sigþór Hilm­ars­son kjör­in í stjórn.

Á fund­in­um var samþykkt að embætti for­manns yrði embætti for­seta og embætti vara­for­manns yrði embætti vara­for­seta.

Sem forseti aðildarfélags tekur Ingibjörg einnig sæti í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.

Við óskum Ingibjörgu og nýrri stjórn hjartanlega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með Hallveigu á komandi starfsári!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand