,,Hann er nú ekkert svo slæmur“

Í kjölfar myndarinnar Fahrenheit 9/11 hafa Repúblikanar í Bandaríkjunum hrundið af stað herferð gegn Michael Moore, herferðin er að hluta opinber en að miklu leyti óopinber. Þeir eru duglegir við að koma af stað orðrómi sem breiðist út og fólk veit ekki hverju það á að trúa. Alltof margir sem ég hef talað við hafa sagt við mig eitthvað á þessa leið ,,Bush er nú kanski ekki svona slæmur, þetta er nú ansi uppblásið”. Á hverju byggir fólk þetta? Orðrómi íhaldsmanna? Ég veit það ekki. En það eitt veit ég að Bush er ekkert betri eða gáfaðri en hann er sýndur í myndinni. Ég ákvað því að draga fram heimskuleg, slæm og ill opinber verk Bush sem forseta. Það kom mér í opna skjöldu hversu mikið illt þessi maður hefur gert og komst ég því ekki yfir nema fyrsta hálfa árið hans í embætti. Lesið þetta yfir og segið síðan að Bush sé nú ekkert svo slæmur. Í kjölfar myndarinnar Fahrenheit 9/11 hafa Repúblikanar í Bandaríkjunum hrundið af stað herferð gegn Michael Moore, herferðin er að hluta opinber en að miklu leyti óopinber. Þeir eru duglegir við að koma af stað orðrómi sem breiðist út og fólk veit ekki hverju það á að trúa. Alltof margir sem ég hef talað við hafa sagt við mig eitthvað á þessa leið ,,Bush er nú kanski ekki svona slæmur, þetta er nú ansi uppblásið”. Á hverju byggir fólk þetta? Orðrómi íhaldsmanna? Ég veit það ekki. En það eitt veit ég að Bush er ekkert betri eða gáfaðri en hann er sýndur í myndinni. Ég ákvað því að draga fram heimskuleg, slæm og ill opinber verk Bush sem forseta. Það kom mér í opna skjöldu hversu mikið illt þessi maður hefur gert og komst ég því ekki yfir nema fyrsta hálfa árið hans í embætti. Lesið þetta yfir og segið síðan að Bush sé nú ekkert svo slæmur.

1. janúar 2001 – Bush dregur til baka fjárveitingar til samtaka og stofnanna sem veita fóstureyðingu eða ráðgjöf um fóstureyðingu til fátækra kvenna
Samtök sem veita heilbrigðisþjónustu í þriðja heiminum mega ekki lengur bjóða upp á fóstureyðingar né ráðgjöf um fóstureyðingar vilji þau fá áframhaldandi fjárveitingar. Annaðhvort verða þau að afsala sér fjárveitingunum sem gæti þýtt að þau þyrftu að hætta starfsemi eða fylgja þessum nýju reglum sem mun auka fólksfjölgunarvandamál, auka líkur á ólöglegum fóstureyðingum sem eru framkvæmdar án nausynlegra tækja og valda jafnvel dauða.

7. febrúar 2001 – Bush lokar næstum því Alnæmis- og kynþáttaskrifstofu Hvíta hússins
Yfirmaður starfsmannahalds Andy Card tilkynnti að Alnæmis- og kynþáttaskrifstofu Hvíta hússins yrði lokað. Eftir stutta en snarpa orrahríð í fjölmiðlum var ákvörðunuin dregin til baka og misskilningi kennt um.

3. mars 2001 – Bush lýgur um skattalækkanir
Andstætt fullyrðingum Demókrata um að 40% skattalækkananna fari til 1% ríkasta af Bandaríkjamönnum heldur Bush því fram aðaðeins 22% af lækkununum fari til þeirra. En í greiningu sinni sleppti Bush lækkun fjármagnstekjuskattar og lækkun eignaskatts. Þessar lækkanir fara nefnilega nánast beint í vasa þeirra ríkustu. Hann virðist bara velja þær tölur sem henta honum til að búa til hlutfall sem að jafnvel þótt satt hefði verið hefði verið allt of hátt.

9. mars 2001 – Bush skýrir afstöðu sína varðandi N-Kóreu
Colin Powell tilkynnir að hann vilji vinna að áframhaldandi uppbyggingu sambands milli Bandaríkjanna og N-Kóreu sem hafði aukist til muna undir stjórn Clintons. Degi síðar tilkynnir Bush þvert á Powell að hann treysti ekki N-Kóreu mönnum til að standa við samninga sína. Þegar fréttamaður bendir síðar á að á milli N-Kóreu og Bandaríkjanna sé aðeins einn samningur sem N-Kórea hefur ætíð staðið við, reynir blaðafulltrúi Hvíta hússins að afsaka þetta með því að segja að forsetinn tala oft í nútíð um framtíð. Hvað svo sem það átti að útskýra velta menn enn fyrir sér.

13. mars 2001 – Bush skiptir um skoðun varðandi eiturefnalosun
Þrátt fyrir loforð í kosningabaráttunni ákveður Bush að draga ekki úr losun koltvísýrings, einum af megin valdi gróðurhúsaáhrifanna. Hann heldur því fram að orkuvandamál neyði hann til að fresta því. Hann gerir hinsvegar ekkert til að minnka orkuneyslu Bandaríkjamanna sem mundi ekki eingöngu leysa orkuvandamál þeirra heldur einnig minnka mengun.

20. mars 2001 – Bush fellir úr gildi vinnuslysalöggjöf
Bush fellir úr gildi lög sem sett voru í stjórnartíð Clintons. Lög þessi voru afrakstur 10 ára rannsókna og áttu að tryggja starfsfólk fyrir vinnuslysum. Þessi lög hentuðu ekki vinum Bush sem reka margir hverjir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, þar sem þetta hefði þýtt aukin útgjöld fyrir þá til skamms tíma.

20. mars 2001 – Bush tryggir áframhaldandi hátt magn af arseniki í drykkjarvatni
Bush frestar löggjöf sem lögð var fram af Clinton sem lækkar hámark magns af arsenik sem leyfilegt er í drykkjarvatni. Gamla lágmarkið var sett 1942 áður en vitað var til fulls um skaðsemi arseniks. Hverjir hagnast svo á þessari frestun.? Jú, námufyrirtæki og önnur stór iðnfyrirtæki sem hefðu þurft að borga meira til þess að forðast að menga drykkjarvatn. Það kemur ekki á óvart að mörg af stærstu framlögum í kosningasjóð Bush koma frá þessum fyrirtækjum.

23. mars 2001 – Bush er besti vinur barnanna
Bush ákvað að sýna mjúku hlið íhaldsstefnu sinnar og skar niður fjárveitingar til verkefna varðandi misnotkun barna, kennslu 5 ára barna og sérfræðimenntunar barnalækna.

29. apríl 2001 – Bush dregur Bandaríkjamenn úr Kyoto bókuninni
Mikil reiði skapaðist í alþjóðasamfélaginu þegar Bush tilkynnti að Bandaríkjamenn myndu ekki fara eftir Kyoto bókuninni sem miðar að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, vegna þess að það myndi skaða bandarískan efnahag á meðan ríki í Afríku eru ekki látin bera ábyrgð á mengun af þeirra hálfu.

30. mars 2001 – Bush dregur úr fjárveitingu til lögreglu
Ein af meginástæðum þess að glæpatíðni lækkaði verulega í stjórnartíð Clinton var stóraukin fjárlög til borgarlögreglu um öll Bandaríkin. Nú vill Bush hverfa aftur til fortíðar með því að draga úr löggæslufjármagni sem tryggir fleiri glæpi.

30. mars 2001 – Bush gerir hvítflibbaglæpamönnum auðveldara fyrir að ná samingum
Löghlýðni forsetinn má ekki til þess að hugsa að forsvarsmenn fyrirtækja sem brjóta reglur um vinnuöryggi- og umhverfismál lendi í fangelsi. Þess í stað gerir hann þeim auðvelt fyrir að ná samningum við yfirvöld sem tryggir þeim aukinn gróða í stað refsinga.

31. mars 2001 – Bush lokar „frumkvæði kvenna“ skrifstofu Hvíta hússins
Eitt af mest notuðu slagorðum George W. Bush í kosningabaráttunni var: „W stands for women“ Þetta grípandi slagorð komst á þúsundir veggspjalda en greinilega aldrei inn í huga Bush, því eftir 3 mánuði í starfi hafði hann lokað þessari mikilvægu skrifstofu Hvíta hússins sem hafði verið sett á laggirnar af Clinton til þess að auka áhrif kvenna á stefnumótun.

4. apríl 2001 – Bush sker niður fjárframlög til heilbrigðisverkefna fyrir ótryggða
Þessi niðurskurður þrengir verulega að nokkrum verkefnum sem sett voru á laggirnar í stjórnartíð Clintons, sem gerðu læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að vinna í fátækari sjúkrahúsum (ríkisreknum) þar sem nauðsyn var á vinnuafli. Þetta eru í flestum tilvikum heilbrigðisstofnanir sem taka við ótryggðu fólki, þ.e.a.s. fólki sem ekki hefur efni á að kaupa sér heilbrigðistryggingar. Þau verkefni sem hann þrengdi að voru m.a. áætlanir um að fjölga fólki úr minnihlutahópum í heilbrigðisstörf.

4. apríl 2001 – Bush minkar friðhelgi þjóðgarða
Bush gefur leyfi fyrir olíu- og gasborunum inn á þjóðgörðum. Þótt ég sé enginn sérfræðingur á sviði olíuboranna á ég mjög erfitt með að ímynda mér að þjóðgarður líti eins út fyir og eftir að olíuboranir eru hafnar á svæðinu. Þjóðgarðar eiga að vera vernduð svæði, ekki iðnaðarsvæði. Þetta segist Bush gera til að leysa orkuvanda, vanda sem hann er sjálfur að hluta til ábyrgur fyrir.

12. apríl 2001 – Bush frestar útgáfu skýrslu um samband díoxínneyslu og
krabbameins

Á meðan flestir krefjast þess að stjórnvöld fræði þegna sína um heilbrigðismál, þá hefur Bush-stjórnin látið undan þrýstingi stórfyrirtækja og beðið EPA (Environmental Protection Agency) að fresta útgáfu skýrslu um samband milli neyslu afurða sem innihalda díoxín og krabbameins í mönnum. Rannsóknir stóðu yfir í 10 ár og segjast vísindamenn vissir um niðurstöðurnar en þrátt fyrir það þrýstir Bush stjórnin á að þessi skýrsla verði ekki gefin út.

12. apríl 2001 – Bush reynir að afnema getnaðarvarnatryggingu ríkisstarfsmanna
Í því sem aðeins er hægt að sjá sem tilraun Bush til að troða þröngsýnum trúarskoðunum sínum upp á alla ríkisstarfsmenn, reynir Bush að fjarlæga getnaðarvarnatryggingu ríkisstarfsmanna. Þannig er hann í raun að reyna að koma í veg fyrir að konur sem ákveða að vinna fyrir ríkið, jafnt giftar sem ógiftar fái ekki að taka eigin akvarðanir um það hvort þær vilji eignast börn.

12. apríl 2001 – Bush gerir erfiðara um vik að skrá dýrategundir sem tegundir íútrýmingarhættu
Flest dýr fara á listann yfir dýr í útrýmingarhættu í gegnum dómskerfið. Umhverfissamtök eða einhverskonar dýravinasamtök kæra ríkið eða fyrirtæki fyrir að stefna dýrategund í útrýmingarhættu. Sé tilefni til úrskurðar rétturinn að dýrategundin sé sett á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Nú ætlar Bush að taka völdin af dómurunum og láta Gale Norton hafa valdið. Hún er kona sem sagði eitt sinn að friðun dýra í útrýmingarhættu væri ólýðræðisleg. Mikill dýravinur!

13. apríl 2001 – Bush gefur peninga til kynvísra skáta
Þar sem reglur banna það að sitjandi forsetar græði peninga á ritverkum fann Bush sér fínt málefni til að gefa gróðann af hinni mjög svo litlausu bók ,,A Charge to Keep“ Hann skipti gróðanum á milli drengjaskáta og stúlknaskáta (þótt þeir 25 þúsund dollarar sem þau fengu væru lítilvægleg í samanburði við þær 60 milljónir dollara sem hann skar niður í málefnum barna. Sjá 14. apríl hér að neðan). Bandaríska skátahreyfingin, bæði drengjaskátar og stúlknaskátar vísa meðlimum úr samtökunum ef upp kemst um samkynhneigð þeirra. Gott að vita að Bush er óhræddur við að styðja slíka mismunun á grundvelli kynhneigðar.

Það skal tekið fram að ég ber mikla virðingu fyrir íslensku skátahreyfingunni. Hún mismunar ekki börnum og unglingum vegna kynhneigðar.

13. apríl 2001 – Bush slakar á lágmarksnýtingu raforku í raftækjum
Í ljósi orkuvandans sem Bandaríkjamenn stríða við reynir Bush stjórnin ávallt að finna meiri olíu í stað þess að minnka sjálfa orkunotkunina. Þetta gleður jú vini hans Bush í viðskiptaheiminum. Bush gefur þeim enn eina gjöfina með að slaka á lágmarksnýtingu rafmagns í tækjum eins og loftkælingum. Á þessu græða jú framleiðendur slíkra tækja og svo orkufyrirtækin. Hinn almenni borgari fær hinsvegar verri loftkælingu, hærri rafmagnsreikning og fleiri stundir rafmagnsleysis.

14. apríl 2001 – Bush dregur úr fjárveitingu til verkefna sem hann notaði í
kosningabaráttunni.

Í kosningabaráttunni fór Bush til Atlanta þar sem heimsótti barnaspítala. Eiginkona hans, Laura Bush, hóf átakið “The Campaign for America´s Libraries.” Hann heimsækir ýmis æskulýðssamtök (eins og skátana) og passar að við öll tilefni séu nóg af ljósmyndurum til að taka myndir af honum og krökkunum. En í fjárhagsáætlun sem hann leggur fyrir þingið, sker hann niður fjárveitingar til barnalækna, bókasafna og æskulýðsstarfa fyrir um 60 milljónir dollara. Kaldhæðnin er slík að ég efast um að Davíð Oddson myndi einu sinni reyna þetta.

17. apríl 2001 – Bush stendur fyrir útboði á olíuborunum undan ströndum Flórída
Bush er einn af fylgismönnum aukins réttar og sjálfstæðis fylkjanna. Þannig getur hann komið sér undan erfiðum spurningum eins og af hverju Suðurríkjafáninn blaktir enn yfir dómshúsi Suður-Carólínu. Hann segir einfaldalega að fólkið eigi að ákveða svona hluti í hverju fylki fyrir sig. En ef ákvörðun fólksins kemur sér ekki vel fyrir olíu-vini Bush þá virðist hann gleyma þessari hugsjón sinni. Gegn óskum íbúa Flórída, gegn fylkisstjóra Flórída Jeff Bush sem er bróðir George W Bush, ákvað ríkisstjórnin að hefja boranir í Mexíkóflóa. Þetta er eflaust í fyrsta sinn sem einhver segir skítt með umhverfið, rétt íbúa og bróður minn allt í einum pakka. Já, hann er fjölhæfur hann Bush. Gaman að vita hvort Halldór verði jafn fjölhæfur.

24. apríl 2001 – Bush dregur til baka allar opinberar fjárveitingar til ,”Reading is fundamental”.
Það að kenna yngstu börnum Bandaríkjanna að lesa var eitt af mikilvægustu baráttumálum Bush í kosningabaráttunni, því kom það mjög á óvart þegar Bush dró til baka allar opinberar fjárveitingar til verkefnisins ”Reading is fundamental” (RIF) sem vann að því að útvega bækur handa fátækustu börnunum. Við getum ekkert annað en vonað að móðir George Bush, Barbara Busnh, sem situr/sat í stjórn RIF geti gefið syni sínum hluta af skynsemi og gáfum sínum.

25. apríl 2001 – Bush drepur niður lögsókn gegn tóbaksfyrirtækjunum
Bush leggur fram 1.8 milljónir dollara til að halda áfram lögsókn ríkisins gegn tóbaksframleiðundum. Lögfræðingar segja hinsvegar að þeir hafi þurft í það minnsta 57 milljónir dollara til áframhaldandi málaferla. Frábær leið hjá Bush til að drepa niður málið án þess að það líti út fyrir að hann sé á móti því.

26. apríl 2001 – Bush hunsar utanríkisstefnuna varðandi Taívan/Kína
Greinilega ómeðvitaður um það að málefni Kína og Taívan eru flókin hápólitísk mál, lýsir Bush því yfir í ”Good morning America” að Bandaríkin muni gera hvað sem þarf til þess að verja Taívan. Kínverjar, sem þá þegar voru reiðir yfir vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan og vegna njósnaflugvélarmálsins, bregðast illa við þessari skyndilegu stefnubreytingu Bandaríkjamanna. Afsakanadeild Bush fer þá á fullt og kemur með þá skýringu að það hafi ekki orðið nein breyting á utanríkisstefnunni og að Bush standi fast við orð sín. Fólk virðist ekki átta sig á mótsögninni og málið lognast útaf.

1. maí 2001 – Bush dregur heiminn að nýju út í vopnakapphlaup
Er gróði vopnaverktaka mikilvægari en heimsfriður? Svo virðist sem Bush telji svo vera. Bush setur af stað áætlun um eldflaugavarnarkerfi þrátt fyrir mótmæli flestra landa Sameinuðu þjóðanna og án stuðnings eins einasta lands. Bush braut því ABM samninginn við Rússa sem hefur verið einn af hornsteinum friðar í heiminum í yfir 30 ár. En það er þó gott til þess að hugsa að ekki eru allir ósáttir. Vinir og stuðningsaðilar Bush eru líkast til mjög ánægðir.

4. maí 2001 – Bush opnar þjóðskógana fyrir vegagerð
Þjóðskógar eru til í Bandaríkjunum til þess að varðveita fegurð óspilltrar náttúru sem með hverjum deginum verður fágætari. Þessir skógar hafa þurft vernd vegna þess að í mörgum tilfellum hafa bæjarfélög séð sér hag í því að fella skóginn til þess að fá nokkra dollara í kassann. En nú hefur Bush ákveðið að aflétta verndinni af skógunum og leyfa sveitarfélögum og hagmunaaðilum, timburiðnaðinum, að ákveða hvort skógar séu felldir fyrir vegagerð. Ekki þarf að taka fram að öll helstu stórfyrirtæki timburiðnaðarins gáfu ríflega í kosningasjóði Bush.

7. maí 2001 – Bush neitar að biðja fólk um orkusparnað
Eftir tilgerðalega beiðni Bush til opinbera stofnanna í Kaliforníu að minnka rafmagnsnotkun um 10% sem mundi þýða heil 0,1% orkusparnað í ríkinu var spurt hvort almennur orkusparnaður væri í vændum. Bush gerir það strax ljóst að svarið við því sé nei. Hann segir óhóflega rafmagnsnotkun vera hluti af hinum ameríska lífstíl og honum vilji hann ekki breyta. Við munum síðan vel hvernig þetta fór, langvarandi rafmagnsleysi í Kalíforníu tveim árum síðar.

8. maí 2001 – Bush reynir að byggja fleiri kjarnorkuver
Allir þekkja hættuna af kjarnorku. Úrgangurinn sem skapast við framleiðslu þess er skaðlegur umhverfinu sama hvar og hvernig hann er geymdur. Einnig geta stór landsvæði skemmst og orðið óbyggileg um langan tíma ef að slys á sér stað. Ekkert nýtt orkuver hefur verið byggt í Bandaríkjunum frá slysinu í Three Mile Island árið 1979. En þennan dag lýsti Bush því yfir að á meðal þeirra 1300-1900 nýju orkuvera sem hann hyggst láta byggja næstu 20 árin eru þó nokkur kjarnorkuver. Þannig boðar hann nýja tíma óhóflegrar mengunar og býr til tifandi sprengju fyrir náttúru og lífríki heimsins alls.

8. maí 2001 – Bush minnkar fjárlög til verkefnis sem fækka á kjarnorkuvopnum
Eftir að hafa lofað því í kosningabaráttu sinni að fækka kjarnorkuvopnum í heiminum dregur Bush úr fjárveitingum til verkefna sem unnu að eyðingu kjarnorkuvopna. Sérfræðingar lýstu því yfir í kjölfarið að verkefnið sé alvarlega „sært“.

17. maí 2001 – Bush opinberar orkuáætlun sína
Þennan dag birti Bush skýrslu sem var full af lygum og náttúruslysum; það mætti halda að skýrslan hafi verið skrifuð af iðnjöfrum og olíuframleiðundum. Þar sem ekkert mark virðist hafa verið tekið af tillögum vísindamanna og annara sem gáfu álit sitt á skýrslunni er líklegt að það hafi einmitt verið málið. Þessi áætlun hlýtur að vera þakklætisvottur Bush til orkufyrirtækja og olíurisa fyrir hinn gríðarlega fjárhagslegastuðning sem hann fékk frá þeim í kosningabaráttunni.

20. maí 2001 – Bush hafnar samningi sem gera átti kleift að framfylgja efna- og sýklavopna banni
Stjórnmálamenn og aðrir diplómatar höfðu þarna unnið í sex ár að samningi sem gera átti kleyft að hindra efna- og sýklavopna hernað. Samning sem var mjög flókin í gerð og krafðist mikilla málamyndanna. Einmitt þetta notaði Bush sem afsökun til að hafna samningnum, sagði hann ekki nógu beittann. Bush virðist hafa gleymt því að það var einmitt stjórnin hans sem beitti sér fyrir því, vegna þrýstings efna of lyfja fyrirtækja að ekki væru strangari takmarkanir í samningnum.

29. maí 2001 – Bush neitar að íhuga verðtakmarkanir á orku í Kalíforníu
Bush heldur því statt og stöðugt fram að hinn frjálsi markaður muni leysa orkumál Kaliforníu. Hann virðist ekki átta sig á því að það var einmitt þessi frjálsi markaður sem gerði orkufyrirtækjum kleift að hækka orkuverð svo verulega (kannski áttar hann sig alveg á því en honum er allavega alveg sama). Heildsöluverð á raforku var á þessum tímapunkti 10 sinnum hærra en á sama tíma ári fyrr. Þessi hækkun skilar sér í gríðarlega miklum gróða orkufyrirtækjanna. Þrátt fyrir beiðni fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu, Gray Davis, neitar Bush að setja verðtakmörk á orku þar sem það mundi lækka gróðan hjá vinum hans í orkufyrirtækjunum.

29. maí 2001 – Bush grefur undan lögsóknum dómsmálaráðuneytisins gegn mengandi fyrirtækjum
Það er greinilega misskilningur að íhaldsmenn vilji refsa glæpamönnum harkalega fyrir glæpi sína. Allavega gera þeir það ekki ef glæpamennirnir hafa gefið í kosningasjóð Bush. Í orkuáætlun sinni beinir hann þeim tilmælum sínum til dómsmálaráðuneytisins að endurkoða (hætta við) lögsóknir sínar gegn orkufyrirtækjum og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem brjóta umhverfislög. Þessi fyrirtæki sem flest eru á lista yfir styrktaraðila Bush framboðsins brjóta daglega fjöldan allann af lögum sem sett hafa verið um mengunartakmarkanir, losun úrgangs, losun eiturefna og fleira. Greinilegt er þó að Bush mun ekki framfylgja þessum lögum. Það að vernda fjárhagslega stuðningsmenn sína gegn lögsóknum er augljós og gróf misbeiting valds og greinilegt að goðsögnin um þrískiptingu valds er ekki við lýði þar frekar en hér á Íslandi.

1. júní 2001 – Bush neitar að samþykja Gay Pride mánuð
Bush lofaði að verða forseti allra Bandaríkjamanna, sameiningartákn þjóðarinnar en á þessum degi var ljóst að það átti bara við í kosningabaráttunni eins og svo margt annað. En Bush ákveður að mismuna stórum hópi Bandaríkjamanna með því að neita að staðfesta júní sem Gay Pride mánuð eins og Clinton hafði gert. Á minnismiða úr Hvíta húsinu kemur fram að forsetinn ætli sér ekki að styðja homma og lesbíu hátíð.

En eitt fallegt dæmið um umburðarlyndi og skilning forsetans.

7. júní 2001 – Bush semur við hryðjuverkamenn
Fram til þessa var það skilningur manna að stefna Bandaríkjanna væri að semja ekki við hryðjuverkamenn. Það breyttist á þessum degi. Stáliðnaðurinn hótaði að fella niður lífeyrisgreiðslur til fyrverandi starfsmanna ef ríkisstjórnin mundi ekki koma á viðskipta verndunum fyrir bandarískt stál. Þetta gerir þá að hriðjuverkamönnum samkvæmt skilgreiningunni því hryðjuverkamenn eru þeir sem ógna lífi saklausra manna og kvenna með það að markmiði að koma hugmyndafræðilegri kröfu til skila. En hvað gerir Bush í stað þess að bregðast hart við þessu útspili stáliðnaðarins þá lætur hann undan kröfum þeirra og gerir þannig heilsu verkamanna að framtíðar gjaldmiðli til samningaviðræðna.

7. júní 2001 – Bush staðfestir gríðarlegar skattalækkanir
Þessar skattalækkanir eru gerðar fyrir þá sem reyna að komast í miðstéttina, segir Bush við staðfestingu á 1,35 billjónum dollara skattalækkunum. En þegar litið er á lækkanirnar kemur í ljós að þær hjálpa ekki neinum að færast á milli stétta, sérstaklega ekki lágstéttarfólki. Lágstéttar par getur í mesta lagi fengið 600 dollara á ári úr þessum skattalækkunum, flest fá mun minna. Á hinn bóginn geta þeir ríkustu grætt á þessu þúsundir og í sumum tilvikum milljónir dollara. Bush heldur áfram og segir að gróði ríkisins sé peningur fólksins og það eigi að treysta því fyrir þeim. Þar hunsar hann það grundvallar sjónarmið að á góðæristímabilum sé best að leggja fyirir til að borga tapið af mögrum árum. Einhver þarf jú að borga það tap, hver ætli það verði? Hinir ríku eða hinn almenni borgari?

8. júní 2001 – Bush flýtir eldflaugavarnaráætlun sinni
Þingið hefur ekki einu sinni samþykkt áætlunina, alþjóðasamfélagið legst gegn henni en það stoppar ekki Bush í því að þrýsta á eftir eldflaugavarnar áætlun sinni sem er eins og fram hefur komið brot á alþjóða samningum. Nú vill Bush að allavega einn hluti áætlunarinnar verði starfhæfur árið 2004. Ætli það sé vegna þess að hann áttar sig á því að eftir það verður hann ekki lengur forseti?

6. júní 2001 – Bush hindrar málfrelsi
Á samkomu þar sem fagna átti skattalækkununum var mótmælendum óheimilt að bera skilti með áletrunum sem ekki voru í takt við skoðanir hins opinbera. Var mótmælendum vísað á afgirt svæði langt frá sjálfri samkomunni. Er þetta ekki ólöglegt? Eða missti ég af kaflanum um það hvar málfrelsi ríkir?

15. júní 2001 – Bush neitar ríkjum Afríku um lyf til að vinna gegn eyðni
Andrew Natsios, maðurinn sem Bush valdi til að stjórna Bandarísku alþjóðaþróunar stofnuninni, mælir gegn því að gefa eða jafnvel selja löndum Afríku þau lyf sem þau þarfnast í baráttunni gegn AIDS. Rökfærsla hans er sú að Afríkubúar skilji ekki tímann. Kunni ekki að vera stundvísir og geti þar af leiðandi ekki notað þessi lyf sem krefjast nákvæmrar stundvísi við inntöku. Þá vill hann heldur beina þeim tilmælum til íbúa Afríku að vera skynsamir, trúir og nota smokka.

20. júní 2001 – Bush reynir að semja við tóbaksfyrirtækin
Þrátt fyrir góða stöðu stjórnvalda í málaferlunum gegn tóbaksframleiðundum lýsir John Ashcroft því yfir að dómsmálaráðuneytið muni reyna að semja við tóbaksfyrirtækin. Þetta hefur þýðir tvennt, veikir stöðuna sem ráðuneytið var komið í og gefur tóbaksframleiðendum færi á að anda léttar. Enn ein hjálparhöndin sem Bush réttir til bakhjarla sinna.

24. júní 2001 – Bush fellir úr gildi snjósleðabann í Yellowstone
Þeir lýsa þessu sem göngum af reyk, að það sé eins og að vera á yfirfullum bar, manni svimar, verður óglatt og svíður í augun. Þarna er ekki verið að lýsa tilhugsuninni um Halldór Ásgrímsson sem forsetisráðherra heldur er þarna ástæða þjóðgarðsvarða í Yellowstone fyrir stuðningi sínum við snjósleðabann sem Clinton kom á. Garður sem þessi á að veita fólki tækifæri til að komast úr hávaða og mengun borganna en snjósleðar á fleygiferð hjálpa ekki til við það. Einnig truflar snjósleðaumferð fæðuöflun ýmissa dýra. Bush er víst sama um þetta, mikilvægara er að hann og vinir hans geti skemmt sér í heimsóknum sínum í garðinn.

25. júní 2001 – Bush stöðvar flugfreyju/þjóna verkfall
Réttur til verkfalls er eitt af því fáa sem hindrar atvinnurekendur frá því að misnota starfsmenn með lágum launum, fáum réttindum, litlu öryggi og þess háttar. Bush hefur oft talað um það að ríkið eigi ekki að skipta sér af hinum ,,frjálsa”markaði en ákvað þarna að grípa í taumana og setja lögbann á verkfallið. Talsmenn Hvíta hússins höfðu ekki undan að neita tengslum á milli þessarar ákvörðunar og stórum kosningaframlögum flugfélaganna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið