Hverjum er ekki sama um þessa krakka?

Eva Kamilla Einarsdóttir segir að við verðum að kjósa nýtt fólk og nýja stefnu til áhrifa í vor. Við verðum að sýna ráðamönnum að það er ekki hægt að komast upp með það að láta sér standa á sama um kjör barna en halda jafnframt völdum áratugum saman. Ef við vanrækjum börnin okkar, verður engin framtíð.

Þau hafa engan kosningarétt og því kannski engin furða að mál sem aðeins varða þeirra hversdagslíf hafi lítið vægi hjá atkvæðaþyrstum stjórnmálamönnum. Oft virðast mislæg gatnamót og tæknileg atriði í tengslum við viðskiptalífið, hlutir sem skiptir fullorðið fólk máli í vinnunni, hafi mun meira vægi.

Á síðasta þingi kom tillaga frá Ágústi Ólafi, varaformanni Samfylkingarinnar um að Ísland myndi lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmáli sem að land eins og Noregur hefur nú þegar lögfest en lögfesting sáttmálans felur í sér að þá fengi Barnasáttmálinn aukið vægi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrðu að taka mið af honum sem sett lög. Af einhverjum ótrúlegum ástæðum hafa íslensk stjórnvöld ekki enn þá treyst sér til að lögfesta sáttmálann hér á landi.

Nú í vor, þegar við göngum til atkvæða, gefst okkur tækifæri á að breyta þessu
Flestir hljóta að viðurkenna að aðstæður og kjör barna hafa mikil áhrif á hvernig samfélag framtíðarinnar verður. Það er því mjög brýnt að koma núverandi hægriöflum frá stjórn þar sem þau hafa margsannað að kjör barna skipta þau engu.

Flestir muna eftir þeim mun sem varð til hins betra þegar R-listinn komst til valda í Reykjavík en þá var til dæmis loksins gert átak í leikskólamálum, biðlistum eytt og boðið upp á heilsdagspláss fyrir alla þá sem það vildu, svo dæmi séu nefnd.

Á sama tíma hefur ríkið komist upp með það að láta kjör barna algjörlega sitja á hakanum. Það líður varla sú vika að ekki séu fluttar fréttir af löngum biðlistum á BUGL, af börnum með fötlun sem ekki fá tækifæri til að nýta sér þá þjónustu sem þau eiga rétt á og svo framvegis.

Erum við ekki öll búin að fá nóg af því að þessu?
Finnst okkur allt í lagi að
aksturs- og bifreiðakostnaður hins opinbera er 1,2 milljarðar á ári en hið opinbera getur ekki boðið fötluðum börnum upp á frían akstur til að sinna íþróttaiðkun sinni og öðrum tómstundum?

Er allt í lagi að ferða- og risnukostnaður ríkisins sé yfir 2,6 milljarðar á ári hverjuá meðan foreldrar barna með fötlun á aldrinum 10-18 ára þurfa að treysta á guð og lukkuna til að geta sinnt vinnu, því að það eru engir peningar til að skapa úræði til fyrir börnin eftir að skóla degi lýkur?

Hvað getum við gert til að breyta þessu?
Við verðum að kjósa nýtt fólk og nýja stefnu til valda í vor. Við verðum að sýna ráðamönnum að það er ekki hægt að komast upp með það að láta sér standa á sama um kjör barna en halda jafnframt völdum, áratugum saman. Allir sem vilja betri, sanngjarnari, barnvænnri framtíð verða að kjósa flokk eins og Samfylkinguna sem hefur sýnt að hún lætur sig þessi mál varða því ef við vanrækjum börnin okkar, verður engin framtíð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand