Hverju var mótmælt?

Lýðræði er ferli. Í þessu ferli felst heilbrigð rökræða og skoðaskipti milli þegna þjóðfélagsins. Í lýðræði fá mál að þróast og meltast með þjóðinni. Í lýðræði eru þegnarnir upplýstir og ekki reynt að lauma lögum bakvið þá með valdhroka og yfirgangi. Í lýðræði er farið að lögum. Í lýðræði er ekki reynt að þvinga lagasetningar sem brjóta í bága við stjórnarskrá landsins með ofbeldi af ráðherrum landsins. Í gær safnaðist hópur fólks saman á Austurvelli og sýndi stjórnvöldum rautt spjald. Þetta var táknræn og auðskilin samlíking en átti sér einnig skírskotun til virts skálds sem sagði nýverið að ef við myndum verja svipuðum tíma í lýðræðislega umræðu og við eyðum í íþróttagláp, gæti lýðræðið mögulega virkað.

Að fundinum stóð sjálfsprottin grasrótahreyfing þeirra sem er annt um lýðræðið í landinu og stofnanir þess. Fólk sem hefur fengið sig fullsadda af andlýðræðislegum tilburðum æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Af nógu er að taka.

Hvað er lýðræði?
Stofnanaræði, forsætisráðherraræði eða hvað þá hið misnotaða hugtak þingræði er ekki lýðræði. Þingræði þýðir einungis að ríkisstjórnin starfar í skjóli eða umboði þingsins og er varin vantrausti af því. Þingræði þýðir ekki að þingið ráði.

Lýðræði er ferli. Í þessu ferli felst heilbrigð rökræða og skoðaskipti milli þegna þjóðfélagsins. Í lýðræði fá mál að þróast og meltast með þjóðinni. Í lýðræði eru þegnarnir upplýstir og ekki reynt að lauma lögum bakvið þá með valdhroka og yfirgangi.

Í lýðræði er farið að lögum. Í lýðræði er ekki reynt að þvinga lagasetningar sem brjóta í bága við stjórnarskrá landsins með ofbeldi af ráðherrum landsins.

Þegar lýðræðisleg umræða hefur átt sér stað er sjálfsagt að skjóta málum til þingsins og þingmenn fá að taka ákvörðun eftir sinni bestu samvisku. Ekki fyrr.

Það getur á tíðum verið erfitt og lýjandi að verja lýðræðið en engu að síður nauðsyn og skylda okkar sem þegna í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það er okkar að standa vörð um þetta dýrmæta fjöregg og verja það með kjafti, kló og rauðu spjaldi. Þessu fjöreggi má ekki glata.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið