Fjölmiðlafrumvarpið og sjónarspilið tengt því

Það hefur verið sorglegt að fylgjast með Alþingi Íslendinga síðastliðnar vikur og horfa upp á fjölmiðlafrumvarpið vera barið í gegn af harðri hendi, þó smávægilegar breytingar séu gerðar sem nægja engan veginn til að geta réttlætt þessa smán á löggjafarsamkundu okkar. Það hefur verið sorglegt að fylgjast með Alþingi Íslendinga síðastliðnar vikur og horfa upp á fjölmiðlafrumvarpið vera barið í gegn af harðri hendi, þó smávægilegar breytingar séu gerðar sem nægja engan veginn til að geta réttlætt þessa smán á löggjafarsamkundu okkar.

Með því að samþykkja þetta fjölmiðlafrumvarp er verið að vega harkalega að lýðræðinu í landinu, þrátt fyrir að vera ekki umfangsmikið að sniðum er þessi hrákasmíð þess eðlis að hún mun hafa víðtæk áhrif á afkomu stórs hóps fólks ásamt því að gera rekstur fyrirtækja mun erfiðari. Það er ekki ásættanlegt að ríkisstjórnin geti gengið fram með þessum hætti gagnvart fjórða valdinu sem fjölmiðlar eru í dag. Evrópuráðið gaf út tilskipun þar sem sagði að „tryggja ætti fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði með viðeigandi aðgerðum gegn samþjöppun.“ þetta frumvarp er langt frá því að vera slíkt, það er tilraun forsætisráðherra landsins til að knésetja Baugsfeðga, en landsfaðirinn sér rautt í hvert sinn sem minnst er á þá feðga í þjóðfélaginu. Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig hægt er að halda heilum þingflokki í heljargreipum, flokkur sem kenndur hefur við frjálshyggju er orðinn að mesta ríkisafskiptaflokki og flokkar í stjórnarandstöðu eru að reyna að vernda frjálsan markað gegn ofríki hinna fáu, er sem áður var.

Það er enginn að halda því fram að ekki eigi að setja reglur um fjölmiðlamarkaðnum, því fer fjarri. Með því að setja fram skýrar leikreglur um sjálfstæði ritstjórna og samskipti þeirra gagnvart eigendum sínum auk þess að gagnsæi ríki á eignarhaldi er hægt að tryggja lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Þessu markmiði er ekki hægt að ná fram í umræddu frumvarpi, því er svo augljóslega beint gegn ákveðnu fyrirtæki og aðilum að það nær engri átt. Það að markaðsráðandi fyrirtæki á öðru sviði en í fjölmiðlun megi ekki ráða yfir ljósvakamiðli er aðeins ein dellan af mörgum í hugmyndafræði alríkisins og himnaföðursins. Til að hægt sé að tryggja lifandi og virkt lýðræði verður að sjálfsögðu að vera til öflugir og fjölbreyttir fjölmiðlar, ef hugmyndir stjórnarherranna ná fram verður lítið annað hægt að fylgjast með nema í gegnum Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, með fullri virðingu fyrir þeim fjölmiðlum þá fyndist mér það afar fátækleg fjölmiðlaflóra ef það næði fram að ganga.

Fyrirsjáanleg löggjöf um fjölmiðla er ekkert annað en ólög, beint gegn ákveðnum aðilum og hentar einkar vel fyrir aðila þóknanlegum ákveðnum mönnum. Ég vona að þetta frumvarp nái ekki fram að ganga, ég efast um að þingmenn stjórnarliðsins hafi það mikið bein í nefinu að þeir standi á sannfæringu sinni og því mun frumvarpið ná fram á þingi. Þá er sá möguleiki að forseti Íslands neiti að skrifa undir lögin og leggi málið í hendur þjóðarinnar. Ef það gengur ekki mun næsta skref verða að Norðurljós kæri ríkið til dómstóla vegna laganna og ef þau vinna málið þar verður þetta mál aðeins ein ákúran enn á hendur ríkisstjórninni, af nógu er að taka og svo mun verða lengi enn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand