Hver er framtíð íslensku friðargæslunnar?

Hver er framtíð íslensku friðargæslunnar? er heiti á opnum fundi sem haldinn verður miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 17.15 í Skála á Hótel Sögu. Fréttatilkynning:

Hver er framtíð íslensku friðargæslunnar? er heiti á opnum fundi sem SVS og Varðberg standa fyrir miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 17.15 í Skála á Hótel Sögu. Framsögumenn verða Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður og Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur. Fundarstjóri verður Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Mörgum brennandi spurningum þarf að svara um tilgang og framtíð íslensku friðargæslunnar og líka hvort við Íslendingar ætlum að stefna að enn víðtækari þátttöku á þessu sviði heimsmálanna. Nokkrar þeirra eru: Hvaða hlutverki eiga Íslendingar að gegna innan Atlantshafsbandalagsins? Hver er framtíð íslensku friðargæslunnar? Hvaða hlutverki eiga Íslendingar að sinna í alþjóðlegri öryggisgæslu? Eiga Íslendingar að beita sér frekar í stríðinu gegn alþjóðlegri hryðjuverkavá? Með hvaða hætti þá? Gettum við sem vopnlaus þjóð tekið að okkur hlutverk sáttasemjara milli einstakra deiluaðila í heiminum?

Það er mjög áhugavert að fá umræddar konur til þess að ræða þessi mál og svara spurningum fundarmanna.

Allt áhugafólk um öryggis-, varnar- og utanríkismál er hvatt til þess að mæta á fundinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand