Hver ber ábyrgðina?

Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnarflokkarnir um að hamra á hinum mikla stöðugleika sem ríkt hafði á Íslandi undir þeirra stjórn. Margir kjósendur tóku undir þetta og ríkisstjórnin hélt velli. En hvað hefur orðið um þennan meinta stöðugleika? Það eru allir sammála um að Ísland stendur mun fastari fótum í dag heldur en á árum áður. Sumir rekja það til þjóðarsáttasamninganna, aðrir rekja það til samningsins um evrópska efnahagssvæðisins. Enn aðrir virðast rekja það til veru Davíðs Oddsonar í stjórnarráðinu. Nú er hann hins vegar kominn í seðlabankann. Það verður því gaman að sjá hvernig hann tekst á við þau vandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir í hagstjórn á komandi árum. Forsætisráðherra ber ábyrgð á efnahagsstefnu ríkistjórnarinnar. Davíð Oddson, fyrrum forsætisráðherra, ber mikla ábyrgð á þeirri stefnu sem mótuð hefur verið í ríkisfjármálum þjóðarinnar, enda entist kallinn ansi lengi í stjórnarráðinu. Nýtt fjárlagafrumvarp nýbakaðs fjármálaráðherra fylgir því stefnu sem mótaðist í tíð Davíðs. Menn eru nú ekki allir sáttir með þetta frumvarp og halda því fram að þar sé ekki nægt aðhald í ríkisfjármálum, sem sé nauðsynlegt vegna þenslunnar í þjóðfélaginu. Þetta aðhaldsleysi stjórnvalda hefur neytt seðlabankann til þess að reyna að hafa stjórn á þenslunni með vaxtastefnunni, sem er helsta tæki bankans til þess að hafa áhrif á verðbólguna sem nú er kominn vel umfram það markmið sem lög segja til um og virðist ætla að setja kjarasamninga í uppnám.

Helsta gagnrýnin á fjárlögin fyrir árið 2006 eru þau að ekki sé skorið nægilega mikið úr útgjöldum til þess að mæta hinum boðuðu skattalækkunum. Reyndar er gert ráð fyrir lækkun útgjalda, en sú lækkun er engan veginn nógu mikil þegar tekið er mið af þeirri miklu aukningu á einkaneyslu landsmanna og þeim tekjumissi sem hlýst af skattalækkunum. Boðaður afgangur ríkissjóðs er ekki nægur til þess að mýkja niðursveifluna þegar stóriðjuframkvæmdunum lýkur. Ábyrgðinni er skellt á seðlabankann, sem skv. lögum á að haga peningastefnunni þannig að verðbólgumarkmið, sem Alþingi hefur ákveðið og lögfest, haldist.

Bankinn getur því ekkert annað gert en hækkað stýrivexti, sem nálgast nú 10%, til að draga úr verðbólgunni. Hærri stýrivextir þýða hærra gengi, sem lækkar verð á innflutningsvörum og dregur úr verðbólgu. Slæma hliðin er hins vegar sú að hærra gengi dregur úr tekjum útflutningsgreina. Aðilar sjávarútvegs hafa verið duglegir að gagnrýna vaxtastefnu seðlabankans, sem er auðvitað skiljanlegt í ljósi þess að bankinn er vísvitandi að hækka gengi íslensku krónunnar. En væri ekki nær að líta til stjórnvalda? Stjórnvöld setja seðlabankanum fyrirmæli um að tryggja stöðugleika í verðlagsmálum. Aðgerðaleysi þeirra gerir það að verkum að beita þarf peningastefnunni í ríkara mæli. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi fjármálaráðherra ætti því að taka gagnrýni útgerðamanna sérstaklega til sín, þar sem að hann leggur fram meingallað fjárlagafrumvarp sem neyðir seðlabankann út í þessa hágengisstefnu.

Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnarflokkarnir um að hamra á hinum mikla stöðugleika sem ríkt hafði á Íslandi undir þeirra stjórn. Margir kjósendur tóku undir þetta og ríkisstjórnin hélt velli. En hvað hefur orðið um þennan meinta stöðugleika? Það eru allir sammála um að Ísland stendur mun fastari fótum í dag heldur en á árum áður. Sumir rekja það til þjóðarsáttasamninganna, aðrir rekja það til samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Enn aðrir virðast rekja það til veru Davíðs Oddsonar í stjórnarráðinu. Nú er hann hins vegar kominn í seðlabankann. Það verður því gaman að sjá hvernig hann tekst á við þau vandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir í hagstjórn á komandi árum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand