Hugleiðing í aðdraganda jóla

,,Í allri peningahyggjunni má manneskjan aldrei gleymast. Það hlýtur einhverstaðar pottur að vera brotinn í þjóðfélagi þar sem að þú færð hærri dóm fyrir auðgunarbrot en mannréttindabrot.“ segir Margrét Kristín Helgadóttir í grein dagsins. Ég fann bút á netinu um daginn þar sem að ung kona var máluð og greidd af fagfólki og síðan photosjoppuð þar til hún varð óþekkjanleg með nýjustu tækni. Þessi bútur var gerður til að minna okkur á það hvernig kröfur samfélagsins eru orðnar í nútíma þjóðfélagi.

Þú ert ekki nógu fallegur eða góður eins og þú ert, við þurfum að breyta þér í þessa stöðluðu ímynd, sem enginn veit hvaðan kemur, svo að þú getir selt vörurnar okkar eða yfir höfuð gert eitthvað af viti í lífinu.

Afrakstur þess verður svo ungt fólk með átröskunarsjúkdóma, sjálfsímyndarvandamál og tilvistarkreppu.

Mál, sem að fyrir stuttu síðan var mikið fjallað um í fjölmiðlum, súmmar þetta allt síðan upp. Nauðganir. Hvað eru nauðganir annað en athöfn stjórnuð af minnimáttarkennd, sjálfsímyndarkomplexum og staðalímyndakreddum?

Hér á Akureyri hefur nauðgunum fjölgað um 100%. Ég hef ekki séð neinn bregðast við því vandamáli á neinn hátt. Nauðganir eru kannski ekki jafn mikilvægt vandamál og skattalækkanir, miðbæjarskipulag eða gerð fjárhagsáætlunnar.

Til að fá kannski einhver eyru til að hlusta þá er það staðreynd að nauðganir eru þjóðfélagslega dýrar, líkt og allir aðrir glæpir. Sá einstaklingur sem lendir í því að vera nauðgað þarf oftar en ekki að fá aðstoð frá sjúkrahúsi/stofnun sem kostar pening. Það getur farið svo að einstaklingur sem lendir í nauðgun nái sér aldrei aftur, og getur þar með ekki unnið 100% vinnu sem einstaklingurinn vann kannski fyrir brotið, þar með missir ríkið/sveitarfélagið af skatttekjum. Og með minni starfsgetu getur einstaklingur jafnvel leiðst til fátæktar, og fátækt er mjög dýr fyrir samfélagið. Í þriðja lagi þarf mikla leit oft af brotamanninum sem kostar pening. Síðan þarf að sækja brotamanninn til saka, og það kostar peninga að fara með málið fyrir dómsstóla. Og ef við gefum okkur það að stefndi áfrýji til hæstarréttar, kostar það ennþá meir.

Og ef stefndi verður dæmdur segjum til 2-4 ára fangelsisvistar sem er algengt, þá kostar það ríkið/samfélagið að halda fanganum uppi með mat og fleira, og það kostar eflaust einhverjar milljónir. Og þegar afbrotamaðurinn losnar, þá getur hann átt í erfiðleikum með að fá vinnu vegna dómsins, sem leiðir til þess að ríkið fær engar skatttekjur, og oftar en ekki fer hann þá á atvinnuleysisbætur sem einnig kostar samfélagið eitthvað. Og ekki má gleyma því að þeir sem hafa nauðgað áður, eru líklegri að nauðga aftur, og þá fer þetta í sama farveginn á ný.

Kannski gerir fólk sér frekar grein fyrir því hversu mikið vandamál þetta er þegar þetta er sett upp í svona veraldlega formúlu. Því peningar eru jú mikilvægari en fólk. Svo mikið hef ég lært. En við getum auðvitað reiknað fram og til baka þjóðfélagslegan kostnað sem nauðganir valda. En það verður aldrei hægt að reikna þann skaða sem fórnarlambið má þola í slíku mannréttindabroti. Í allri peningahyggjunni má manneskjan aldrei gleymast. Það hlýtur einhverstaðar pottur að vera brotinn í þjóðfélagi þar sem að þú færð hærri dóm fyrir auðgunarbrot en mannréttindabrot.

Nauðganir eru hræðilegt mannréttindabrot sem á ekki að líðast í nútíma samfélagi og er vandamál okkar allra. Ekki bara þeirra sem að fyrir þeim verða. Núna er kominn tími til að við vöknum og áttum okkur á því að það eru ekki bara aðkomumenn sem nauðga.

Með þetta í huga býð ég ykkur öllum gleðilegra og nauðgunarlausra jóla.

Greinin birtist í gær á vefriti Un gra jafnaðarmanna á Akureyri –
UJA.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand