
Ungir jafnaðarmenn benda á að innganga í ESB felur í sér frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur og mun leiða til þess að framboð mun aukast og með auknu framboði mun verðið á matarkörfunni til fjölskyldna landsins lækka. Fæðuöryggi mun vissulega standa ógn af þeirri stefnu. Það er að segja, þegar fæðuöryggi felst í því að Norðmenn eigi alveg örugglega ekki að fá smjör í jólabaksturinn og Íslendingar eigi alveg örugglega ekki að bjóðast meira framboð á matvörum á lægra verði. Algjörlega nauðsynlegt er að Bændasamtökin tryggi það að Norðmenn átti sig á mikilvægi slíks fæðuöryggis þrátt fyrir tímabundinn smjörskort.