HJÁLPUM NORÐMÖNNUM!

Ungir jafnaðarmenn hafa miklar áhyggjur af smjörskortinum sem upp er kominn í Noregi.
Ungir jafnaðarmenn hafa miklar áhyggjur af smjörskortinum sem upp er kominn í Noregi. Ungir jafnaðarmenn skora á Bændasamtök Íslands að senda tafarlaust fulltrúa sína til Noregs til að ausa úr viskubrunnum sínum á sviði fæðuöryggis. Það er vitað mál, alla vega samkvæmt Bændasamtökunum, að besta leiðin til að tryggja fæðuöryggi er að banna nánast alfarið innflutning á landbúnaðarvörum. Eftir að hafa fengið fræðslu Bændasamtakanna munu Norðmenn átta sig á því að besta leiðin til að tryggja framboð landbúnaðarvara á viðráðanlegu verði er að banna að sölu á öllu nema innlendri framleiðslu.
Ungir jafnaðarmenn benda á að innganga í ESB felur í sér frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur og mun leiða til þess að framboð mun aukast og með auknu framboði mun verðið á matarkörfunni til fjölskyldna landsins lækka. Fæðuöryggi mun vissulega standa ógn af þeirri stefnu. Það er að segja, þegar fæðuöryggi felst í því að Norðmenn eigi alveg örugglega ekki að fá smjör í jólabaksturinn og Íslendingar eigi alveg örugglega ekki að bjóðast meira framboð á matvörum á lægra verði. Algjörlega nauðsynlegt er að Bændasamtökin tryggi það að Norðmenn átti sig á mikilvægi slíks fæðuöryggis þrátt fyrir tímabundinn smjörskort.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand