Besta Reykjavík

Þegar fyrsta fjárhagsáætlun Samfylkingar og Besta flokks kom út fyrir einu ár var staðan erfið.

Þegar fyrsta fjárhagsáætlun Samfylkingar og Besta flokks kom út fyrir einu ár var staðan erfið. Eftir 4 ár af pólitískum leikjum og barnaskap sem Sjálfstæðisflokkurinn lék aðalhlutverk í voru skuldir miklar og staða borgarinnar erfið. Staðan eins og hún er í dag er sterk og margt gott verið unnið á sviðum menningar, velferðar, mannréttinda, skóla, skipulags, umhverfis og lýðræðismála. Þessi meirihluti hefur á aðeins einu og hálfu ári breytt Reykjavík til hins betra.

Betri Reykjavík er vefsíða sem hefur gert Reykjavík að einu lýðræðislegasta sveitarfélagi heimsins í dag. Lýðræðið hefur verið virkjað út fyrir kosningar sem fara fram á 4 ára fresti. Núna í fyrsta skipti eru teknar fyrir tillögur borgarbúa sem berast beint til fagráða borgarinnar og hafa þar allir jafnan aðgang. Aldrei áður hefur Reykjavíkurráð ungmenna tekið þátt í stefnumótun borgarinnar en í vor fengu hverfaráð ungmenna að koma með álit sitt á sameiningu skóla og frístundaheimila í sínu hverfi.

Mannréttindi eru eitthvað sem sjaldan hefur verið tekið fyrir á sveitastjórnarstiginu á Íslandi en þessi meirihluti hefur veitt þessum málaflokki mikla athygli og samþykkti til að mynda í fjárhagsáætlun 2012 að veita 40 milljónum til að auka þjónustu og velferð við heimilislausa í Reykjavík. Þetta eitt er sigur fyrir borgina að þeir sem hvað verst hafa það í samfélaginu eru með þessari breytingu að fá alvöru athygli, þó fyrr hefði verið. Mannréttindabarátta Reykjavíkurborgar hefur farið út fyrir landsteinana og hefur borgin orðið ein af aðeins 50 borgum um allan heim sem veita rithöfundum tímabundið skjól. Samband kirkju og skóla var tekið til endurskoðunnar og hefur Reykjavík núna komið til móts við það fjölmenningarsamfélag sem er að myndast með því að stoppa óeðlilegar heimsóknir þjóðkirkjunnar í grunnskólum borgarinnar og tryggja þar með jafnræði milli barna.

Útsvarið hefur verið fullnýtt til þess að koma í veg fyrir frekari gjaldskrárhækkanir og harkalegan niðurskurð sem koma niður á þeim sem eru verst settir í borginni. Útsvarshækkanir koma frá þeim sem hafa hæstu launin og nýta sér ekki þjónustu borgarinnar. Þetta er annað en það sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram og sagt að allir græði á útsvarslækkun og óþarfi sé að skera niður þar sem hægt sé að hagræða út í hið endalausa. Einmitt með þessi rök lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að lækka útsvar um 0,25% en bent var á að það stenst ekki sveitarstjórnarlög að skilja eftir 700 milljóna króna ófjármagnað gat í fjárhagsáætlun. Lögðu þau þá fram aðra tillögu um að lækka útsvarið um 0,25% og mæta gatinu með óútfærðri hagræðingu. Það eru ekki til orð sem lýsa óábyrgð Sjálfstæðismanna í þessu en það er efni í allt aðra grein um hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt mikið ábyrgðarleysi, ekki bara í Reykjavík heldur einnig á landsvísu.

Þessi meirihluti hefur tekist að lyfta grettistaki í öllum málaflokkum í Reykjavík og heldur áfram að efla borgina með því að gera hana stöðugri fjárhagslega, lýðræðislegri og á allan hátt betri borg. Þessi meirihluti er að skapa bestu Reykjavík.

Natan Kolbeinsson

Formaður Hallveigar UJR

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand