Guðlaugur þó!

61931eb69231a07074fb1fb132c25754_300x225

LEIÐARI Vandamálið er ekki fólkið sem framdi gjörninginn. Vandamálið er Sjálfstæðisstefnan, sem lítur á hverja krónu sem atkvæði og vill í síauknum mæli færa valdið frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til auðmanna og sérhagsmunahópa.gudlaugur-thor-thordarson-frett1

LEIÐARI Styrkjaskandall Sjálfstæðisflokksins verður óhugnanlegri að horfa á með hverjum deginum sem líður. Sífellt koma ný atriði upp á yfirborðið og æ fleiri þingmenn, starfsmenn og fulltrúar flokksins verða uppvísir að lygum og ósannindum. Nú er ljóst að Sjálfstæðis-FL-okkurinn hlaut 30 milljónir frá Landsbanka og 30 milljónir frá FL-group, rétt áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi, sem takmörkuðu framlög einstrakra fyrirtækja við 300.000 krónur.

Það sem verra er, ljóst er að eitthvað hékk á spýtunni. Grunur leikur á að upphæðirnar hafi verið mútugreiðslur, til þess fallnar að auðvelda FL-group og Glitnismönnum að eignast Hitaveitu Suðurnesja og Reykjavík Energy Invest. Guðlaugur Þór Þórðarson sætir ámæli eigin flokksmanna í málinu, en á þessum tíma var hann stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, auk þess að sitja á Alþingi. Tveir menn, annar þeirra varaformaður stjórnar FL-group, hafa upplýst að Guðlaugur Þór hafi fengið þá til að útvega þessa risastyrki.

Nú standa öll spjót á Guðlaugi Þór. Ætlar hann að verma áfram 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sitjandi undir þessum þungu ásökunum um mútuþægni? Hins vegar er víst að Guðlaugur Þór var engan veginn sá eini sem kom að málinu. Nú er orðið uppvíst að báðir þeir sem störfuðu sem framkvæmdastjórar flokksins árið 2006 vissu af styrknum, þó að öðru hafi áður verið logið. Geir Haarde vissi einnig af honum og það er morgunljóst að fleiri hafa vitað af þessu. Vandamálið er ekki fólkið sem framdi gjörninginn. Vandamálið er Sjálfstæðisstefnan, sem lítur á hverja krónu sem atkvæði og vill í síauknum mæli færa valdið frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til auðmanna og sérhagsmunahópa. Þess vegna seldu sjálfstæðismenn kvótann, bankana og (næstum því) orkufyrirtækin í hendur einkavina sinna.

Samfylkingin er fjöldahreyfing sem vinnur að almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum. Það er sá grunnur sem fylkingin hefur byggt á frá stofnun hennar. Þingmenn Samfylkingarinnar eru ekki peð í tafli auðmanna, eins og þingmenn Sjálfstæðisflokks, heldur fulltrúar grasrótarinnar og tala hennar röddu. Það má treysta því að Jóhanna Sigurðardóttir og frambjóðendur Samfylkingarinnar eru talsmenn almannahagsmuna og munu vinda ofan af áratugalangri sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið