Grafalvarleg staða á íslenskum fjölmiðlamarkaði

Jens Sigurðsson dregur upp skuggalega mynd af stöðu prentmiðla á Íslandi í dag.

 

Ef það reynist rétt að Jóhanni Haukssyni, þingfréttaritara Fréttablaðsins, hafi verið vikið úr starfi eftir að dómsmálaráðherra Íslands, Björn Bjarnason, hafi sent flokksbróður sínum Þorsteini Pálssyni, ritstjóra fréttablaðsins, kvörtun og beiðni þess efnis í tölvupósti er komin upp grafalvarleg og ný staða í íslenskum prentmiðlum.

Fréttablaðið hefur lengi legið undir ámæli fyrir að ganga erindum eigenda sinna og þar hefur dómsmálaráðherra farið fremstur í flokki.

Þær raddir hafa reyndar ekki heyrst í nokkurn tíma -eða síðan Þorsteinn settist í ritstjóra stólinn.

Nú búa lesendur þessa lands við óvissu um heiðarleika og ritstjórnarlegt sjálfstæði útbreiddasta dagblaðs landsins.

Aðrir miðlar

Nú er þannig komið í landslagi prentmiðla eftir að DV hætti daglegri útgáfu að auk Fréttablaðsins standa nú tvö blöð eftir:

 • Málgagn Sjálfstæðisflokksins: Morgunblaðið sem lætur vart þann dag líða að amast út í Samfylkinguna og aðra stjórnarandstöðuflokka. Í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum fór Morgunblaðið hamförum í gagnrýni sinni á Samfylkinguna í leiðurum og Staksteinum.
 • Þá er ótalið Blaðið: sem er að hluta í eigu sömu aðila og Morgunblaðið. Blaðið virðist stefna í þá átt að vera síðdegisblað Morgunblaðsins -eða ,,litli moggi“ eins og Hallgrímur Helgason orðaði það.
 • Blaðið fór einnig hamförum í sveitarstjórnarkosningunum og má í raun segja að þar á bæ hafi menn skipulega lagt Dag B. Eggertsson í einelti.

  Það er því öllum ljóst að þar á bæ eru menn ekki ,,óháðir“ í umfjöllun sinni og ritstjórnarstefnan skýr: hermum eftir Mogganum!

  Vonbrigði

  Því eru það mikil vonbrigði að verða vitni af því að Þorsteinn Pálsson nái ekki í sínu nýja starfi að rísa yfir flokkspólitískar deilur, eins og maður vonaði.

  Enda hefur Fréttablaðið um hríð verið eini miðillinn sem hefur gefið öllum skoðunum og pólitískum fylkingum rúm í ritstjórnargreinum og svokölluðum op-ed dálkum.

  Fréttablaðið stefnir hraðbyri í að verða þriðja flokksmálgagn Flokksins -og þar með er Sjálfstæðisflokkurinn með einokun á prentmiðlamarkaði. Auk þess sem Sjálfstæðismenn hafa löngum verið með ráðandi stöðu í ljósvakamiðlum ríkisins.

  Lýðræðishalli

  Hér er því komin upp grafalvarleg staða á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem neytendur verða að gera sér grein fyrir. Lesendur blaðanna eru einnig þegnar í lýðræðisþjóðfélagi og eiga heimtingu á því að fjölmiðlar geri hreint fyrir sínum dyrum. Hver er ritstjórnarstefna þeirra í raun? Verða blaðamenn fyrir skoðanakúgun? Er ritstjórnarlegt sjálfstæði innantómt blaður?

  Þessi staða verður ekki leyst með lagasetningu -enda slíkt ómögulegt. Lausnin felst vonandi í því að lesendur blaðanna láti í sér heyra og sýni andúð sína í verki.

  Munum við sætta okkur við hvað sem er og láta allt yfir okkur ganga?

  Deila

  Facebook
  Twitter
  Ungir jafnaðarmenn

  Nýlegar færslur

  Uncategorized @is

  Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

  Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand