Afturför í jafnréttismálum í Reykjavík

Í kjölfar ný afstaðina borgarstjórnarkosninga í Reykjavík hefur staða kvenna verulega versnað í ráðum og nefndum

Gríðarlegt bakslag hefur orðið í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar með
kjöri nýs meirihluta borgarstjórnar í ráð, nefndir, fyrirtæki og hverfaráð
borgarstjórnar. Í átta meginráðum borgarstjórnar kaus meirihlutinn aðeins
konur til formennsku í tveimur. Tvö ráð mannar meirihlutinn aðeins með
körlum, í fjórum er ein kona og í tveimur eru þrjár konur. Konur eru því
aðeins í 10 af 32 sætum meirihlutans í þessum nefndum eða minna en
þriðjungi sæta.

Meirihlutinn kaus þrjá karla en enga konu í bæði stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur og Faxaflóahafna og þar eru einnig allir varamenn meirihlutans
karlar. Fulltrúi og varafulltrúi meirihlutans í stjórn Sorpu eru einnig
karlar. Aðeins fulltrúi meirihlutans í Strætó bs. féll í hlut konu.

Í sjö hverfaráðum sem meirihlutinn kynnti fulltrúa sína í á fundi
borgarstjórnar hyggst hann aðeins skipa tvær konur (af fjórtán fulltrúum)
eða um eitt af hverjum sjö sætum. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar
sendi framboðum til borgarstjórnar sérstaka áskorun í aðdraganda kosninga
til að undirstrika mikilvægi kynjajafnréttis við kjör í ráð og nefndir að
afloknum kosningum. Meirihlutinn kýs að hafa þessi eðlilegu sjónarmið að
engu. Þau viðbrögð meirihlutans að leggja áherslu á hversu margar konur
hafi verið kosnar varamenn í nefndum lýsa úreltu viðhorfi til
jafnréttismála þar sem konur eru settar skör lægra en karlar og vekja
áhyggjur af því hvernig haldið verði á jafnréttismálum við stjórn
borgarinnar á næstu árum.

Samfylkingin kaus karl og konu í sín tvö sæti í öllum átta meginráðum nema
einni þar sem sitja tvær konur fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Fyrirtækjasæti skiptast einnig jafnt á borgarfulltrúa Samfylkingarinnar,
tveggja karla og tveggja kvenna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand