Göngum að samningsborði við Evrópumenn

pinkelephant

LEIÐARI ESB er með flaggað í botn, gulstyrnt á bláum grunni. Ræðum við þetta germanska lið. Göngum að samningsborðinu með okkar kröfur, sem lúta alltaf að því að vernda auðlindir okkar og þjóð, mætum Evrópumönnum og sjáum hvort við verðum ekki með eitthvað gott í gangi.

Æ, þetta Evrópusamband. Og sá bleiki fíll sem það er. Bleiki fíllinn sem allir vita af og allir vita að þarf að ræða til hlítar og taka afstöðu til en enginn einhvern veginn meikar það. Og þess vegna er hann bara þarna áfram. Eins og Evrópusambandið.

Það sem við vitum er að á Íslandi fór allt til kaldra kola í haust. Við erum hlekkjuð við krónuna sem er í daglegu tali fagmanna nefnd ónýtur gjaldmiðill, eigur okkar rýrast með verðbólgu, ævisparnaður gufar upp, við munum aldrei geta keypt okkur hús í viðvarandi ástandi, verðtrygging er að sliga mörg heimili sem og ofurhátt matarverð og vextir. Ísland er að einangrast frá umheiminum því erfiðlega gengur að sýsla með erlendan gjaldmiðil og þjóðir heimsins gera ýmist grín að okkur eða eru að undirbúa málsókn gegn okkur. Það er allt í fokki hérna og við vitum það alveg.

Við vitum líka að við getum ekki haldið krónunni til frambúðar, við verðum að losna við verðtryggingu, lækka hér vexti, verðbólgu og matarverð. Íslendingar stunda mesta verslun og viðskipti við Evrópusambandslönd og við erum þegar með annan fótinn inni í ESB sökum EES-samningsins sem gerir okkur skylt að taka upp um fimmtung löggjafa sambandsins.

Það er borðleggjandi að við verðum að útkljá ESB sem blasir við sem framtíðarlausn við hremmingum okkar. ESB er nærtækasti kosturinn, sem og sá sem virðist sá sterkasti alhliða við vandamálum okkar. Þó er sambandið ekkert gallalaust. Ekki frekar en nokkur leið sem þessi þjóð þarf að fara eftir ógöngur fyrri mánaða.

Við erum ekki í aðstöðu til þess að neita alfarið inngöngu í ESB, hvernig er hægt að neita einhverju sem er óþekkt? Bæði er það fráleitt áður en við höfum einu sinni séð hvað aðildarsamningurinn býður upp á og eins er það fráleitt af því að við höfum engan annan valkost til frambúðar nema að búa hér við haftastefnu og lokað land sem er ekki almannavilji fólks á 21. öld. Ef samningurinn svo innihéldi að gera skyldi Ísland að batteríi hinna Evrópulanda og að öllum fiski kringum landið skyldi einungis mokað upp í spænska báta, þá… Guð minn góður, þá sannfærir enginn stjórnmálamaður þjóðina um að ganga þar inn, ekki einu sinni Baldur Þórhalls.

ESB er þarna með flaggað í botn, gulstyrnt á bláum grunni. Í Guðs bænum, ræðum við þetta germanska lið. Göngum að samningsborðinu með okkar kröfur, sem lúta alltaf að því að vernda auðlindir okkar og þjóð, mætum Evrópumönnum og sjáum hvort við verðum ekki með eitthvað gott í gangi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand