Fundað um skólagjöld

Haldið verður opið málþing um frumvarp til laga um opinbera háskóla föstudaginn 18. apríl kl. 11 í stofu 101 á Háskólatorgi HÍ. Málþingið er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Haldið verður opið málþing um frumvarp til laga um opinbera háskóla föstudaginn 18. apríl kl. 11. Málþingið er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Í frumvarpinu er kveðið á um veigamiklar breytingar á stjórnsýslu háskólans og meðal annars fækkun á fulltrúum stúdenta í Háskólaráði. Málþingið verður haldið í stofu 101 á Háskólatorgi HÍ, en þar má fastlega búast við æsilegum, jafnt sem fróðlegum, umræðum þingmanna og stúdenta.

Ungir jafnaðarmenn hvetja félagsmenn sína til að fjölmenna á fundinn og árétta um leið afstöðu sína til skólagjalda en lesa má nýlega ályktun gegn slíkum gjöldum hér.

Einnig má finna fróðlega grein um sýn stúdenta í Evrópu á skólagjöld hér

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið