Frumvarp forsætisráðherra er tilræði við tjáningarfrelsið

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa vantrausti á Davíð Oddsson sem æðsta ráðamann þjóðarinnar. Vantraust Ungra jafnaðarmanna á forsætisráðherra nær langt út fyrir hefðbundin málefnaágreining. Þegar að Davíð Oddsson settist í stól forsætisráðherra á ofanverðri 20. öldinni viðgekkst það að stjórmálamenn hefðu bein afskipti af öllum sviðum mannlífsins. Nú, í upphafi nýrrar aldar, þykir það hinsvegar óviðeigandi að stjórnmálamenn misbeiti löggjafarvaldinu sem vopni í einkastríði við raunverulega og ímyndaða óvini. Að taka gagnrýni einstakra fjölmiðla á sig, eða þá ríkisstjórn sem nú situr, sem dæmi um rök fyrir lagasetningu Alþingis er ekkert annað en tilræði við tjáningarfrelsið. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa vantrausti á Davíð Oddsson sem æðsta ráðamann þjóðarinnar.

Vantraust Ungra jafnaðarmanna á forsætisráðherra nær langt út fyrir hefðbundin málefnaágreining. Þegar að Davíð Oddsson settist í stól forsætisráðherra á ofanverðri 20. öldinni viðgekkst það að stjórmálamenn hefðu bein afskipti af öllum sviðum mannlífsins. Nú, í upphafi nýrrar aldar, þykir það hinsvegar óviðeigandi að stjórnmálamenn misbeiti löggjafarvaldinu sem vopni í einkastríði við raunverulega og ímyndaða óvini. Að taka gagnrýni einstakra fjölmiðla á sig, eða þá ríkisstjórn sem nú situr, sem dæmi um rök fyrir lagasetningu Alþingis er ekkert annað en tilræði við tjáningarfrelsið.

Sumir kynnu að telja að framganga forsætisráðherra í þessu máli bæri vott um dómgreindarbrest. Ungir jafnaðarmenn telja svo ekki vera og benda á að aðeins sé um að ræða þessháttar vinnubrögð sem viðgengust þegar Davíð hóf sinn feril í forsætisráðuneytinu. Davíð Oddsson er barn síns tíma.

Ungir jafnaðarmenn skora á forseta Íslands að undirrita ekki þessi ólög, en setja málið heldur í dóm þjóðarinnar. Aldrei í sögu okkar sem frjálsrar þjóðar hefur þjóðkjörinn forseti staðið frammi fyrir jafn þýðingarmikilli ákvörðun. Þingræðið hefur brugðist. Nú reynir á að stjórnarskráin haldi og öryggisventillinn svokallaði virki.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand