Fréttir frá Baghdad

Á dögunum rakst ég á merkilega vefsíðu. Þar er á ferðinni bloggsíða stráks sem skrifar frá Baghdad. Þarna er rödd manns sem bað ekki um þetta stríð. Á dögunum rakst ég á merkilega vefsíðu. Þar er á ferðinni bloggsíða stráks sem skrifar frá Baghdad. Þarna er rödd manns sem bað ekki um þetta stríð. Það sem er svo sláandi við frásögn hans er hversu hlutlæg hún er, nákvæmar lýsingar án nokkurrar skreytni færa stríðið nær lesandanum heldur en frétta- og blaðamönnum heimsins hefur tekist með fjálglegum ræðum sínum um mannfall af völdum einhverra tækniundra sem eiga að vera gædd þeim eiginleikum að drepa bara vont fólk.

Vefdagbókarhöfundurinn Salam Pax lýsir fyrir lesendum sínum tilfinningatóminu sem fylgir því að fá fréttir af því að B-52 sprengjuflugvélar hafi tekið á loft frá Bretlandi og að von sé á sprengjum þeirra eftir sex klukkustundir. Hann segir okkur frá því hvernig verð á nauðsynjavöru fjórfaldast og hann segir frá tómum götum og kjöllurum fullum af fólki sem hugsar og vonar það eitt að sprengjurnar sem eru á leiðinni lendi ekki í hausinn á þeim.

Það er nefnilega verið að sprengja saklaust fólk í Írak. Það eru ekki til nein vopn sem þekkja vondu karlana úr og eyra hinum. Sagan segir okkur líka að nú þegar framundan er umsátur um Baghdad munu Bandaríkjamenn ekki víla fyrir sér að láta sprengjuregnið dynja á borginni. Regn sem mun ekki hlífa neinu eða neinum. Þetta mesta herveldi sögunnar vílaði ekki fyrir sér að þurrka Dresden (sem hafði enga „hernaðarlega þýðingu“) út á einni nóttu; þeir hafa varpað kjarnorkusprengjum á fólk, þeir sprengdu Víetnam aftur á steinöld, þeir sprengdu Belgrad og nú Baghdad. Ég sá Tommy Franks hershöfðingja í sjónvarpinu um daginn þar sem hann lýsti því að framundan væru afkastamestu loftárásir sögunnar. Hann var stoltur eins og faðir sem tilkynnir ættingjunum að sonur hans hafi nýlokið merkum áfanga. Stoltur eins og maður sem veit nú að hans verður loksins minnst fyrir eitthvað.

Og þessu er ég aðili að. Menn sem ég kaus ekki hafa ákveðið fyrir mína hönd að ég sé stuðningsaðili herfararinnar gegn íröksku þjóðinni. Ég og þú og allir aðrir Íslendingar eigum því í stríði þar sem milljarðavirði af hátæknivopnum er beitt til að drepa m.a. konur og börn.

Leiðtogar þessa stríðs hafa verið óþreyttir við að höfða til ábyrgðartilfinningar almennings gagnvart því að losa heiminn við illmennið Saddam Hussein í máttlitlum tilraunum sínum til að vinna þessu stríði fylgi. Yfirlýsingar þeirra í nafni frelsis heimsins og heitar ættjarðarræður George W. Bush hljóma holar og innantómar í mín eyru.

Þær hljóma holar og innantómar vegna þess að í N-Kóreu situr harðstjóri sem þeir hafa ekki haft fyrir því að „fjarlægja“. Þær hljóma holar og innantómar vegna þess að í Saudi-Arabíu stjórnar ein fjölskylda ferðinni og heggur hægri höndina af þjófum og hálsheggur fólk fyrir ómerkileg brot með velþóknun Bandaríkjanna. Þær hljóma holar og innantómar vegna þess að nær alla síðustu öld hafa Bandaríkin verið beinir þátttakendur í borgarastyrjöldum víðsvegar um Suður-Ameríku og stöðvað þróun lýðræðis og friðar á svæðinu.

Ég fann líka annan blogg á netinu um daginn. Þar skrifar fréttamaðurinn Kevin Sites sem nú er staddur í norðurhluta Írak. Hann hefur undanfarin ár ferðast á milli átakasvæða og flutt umheiminum fréttir þaðan. Nú er hann hættur að blogga vegna þess að málsvarar frelsis og mannjöfnuðar hafa stöðvað hann af.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand