Davíð og Kim

Þegar Kim Jong Il var í framhaldsskóla skammaðist hann svo fyrir nafnið sitt að hann breytti stafsetningu nafnsins á skólaskírteininu sínu. Þetta kemur fram í frétt Reuters um Suður-Kóreubúa sem eru svo óheppnir að vera alnafnar leiðtoga Norður-Kóreu. Á Íslandi eru sjö menn sem eru svo ólánssamir að vera nafnar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þegar Kim Jong Il var í framhaldsskóla skammaðist hann svo fyrir nafnið sitt að hann breytti stafsetningu nafnsins á skólaskírteininu sínu. Þetta kemur fram í frétt Reuters um Suður-Kóreubúa sem eru svo óheppnir að vera alnafnar leiðtoga Norður-Kóreu. Á Íslandi eru sjö menn sem eru svo ólánssamir að vera nafnar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.

„Fólk gerir grín af nafninu mínu,“ sagði Kim Jong Il, 34 ára gamall skrifstofumaður í Seoul. „Þegar ég og félagar mínir fáum okkur glas kalla þeir mig „kæra leiðtoga“ og biðja mig um að borga reikninginn.“

Ögrandi leiðtogar
Hundruðir karlmanna í Suður-Kóreu bera sama nafn og leiðtogi Norður-Kóreu, eins alræmdasta einræðisherra heimsins. Eins og að ofan greinir er nafn Davíðs mun óvinsælla en Kims, enda hefur Davíð ekki þótt jafn alræmdur og kollegi hans í Norður Kóreu. Á meðan norður-kóreyska þjóðin sveltur ögrar hann (Kim, ekki Davíð) heimsbyggðinni með því að hefja aftur framleiðslu kjarnavopna.

Davíð lætur sér nægja að ögra Mæðrastyrksnefnd, þeim sem mótmæltu komu Kínaforseta, prestum sem skrifa smásögur í Moggann, Þjóðhagsstofnun (sem var lögð niður), Samtökum iðnaðarins, biskupi Íslands og háskólaprófessorum sem voga sér að vera ósammála forsætisráðherranum í fiskveiðistjórnunarmálum.

Nafnið veldur vandræðum
Það er óhætt að fullyrða að þetta vesen á Kim hefur valdið nöfnum hans í suðri töluverðum óþægindum. Enn sem komið er hafa engir nafnar Davíðs kvartað.

„Það er óhætt að segja að nafnið mitt er viðkvæmt frá pólitísku sjónarmiði séð,“ segir 46 ára kennari í skriftum. „Vinsældir nafnsins fara eftir hversu hvernig stjórnmálaleg tengsl suðurs og norðurs eru.“ Frá því að Davíð komst til valda hefur aðeins einn maður verið skýrður Davíð og verið Oddsson. Það virðist því vera sem vinsældir nafns Davíðs haldist í hendur við tengsl ráðherrans við fólkið í landinu.

Með harðri eða blárri hendi
Hinn 61 árs gamli leiðtogi Norður-Kóreu stjórnar landi sínu með harðri hendi. Persónudýrkun á leiðtoganum er gríðarleg og kalla íbúar Norður-Kóreu hann sjaldan annað en „kæra leiðtoga“, „stórkostlega leiðtoga“ eða „formann“, þar sem hann er formaður varnarmálanefndar Norður Kóreu, en nefndin stjórnar gríðarlegum herafla norðursins, alls um 1.1 milljón manns.

Hinn 55 ára Davíð Oddsson stjórnar landi sínu með blárri hendi. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins og er stundum titlaður formaður. Þá er persónudýrkun á Davíð töluverð innan Sjálfstæðisflokksins, en á dögunum var Davíð endurkjörinn formaður flokksins – án mótframboðs – með 98 prósent atkvæða. Davíð stjórnar engum her en embætti ríkislögreglustjóra hefur verið orðað við að gera eins og Davíð segir eða gefur til kynna að hann vilji að sé gert.

Listrænir leiðtogar
Flestir íbúar Suður-Kóreu heyrðu fyrst á Kim Jong Il minnst í kringum 1970, er þáverandi forseti Norður-Kóreu, Kim Il Sung, hóf að undirbúa þjóðina fyrir yfirtöku sonarins. Hann ku vera sérstakur áhugamaður um kvikmyndir og skrautsýningar ýmis konar – sumir ganga svo langt að kalla hann listrænan.

Davíð gat sér góðan orðstýr við umsjón útvarpsþátta á árunum 1968 til 1975, en það var ekki fyrr en í kringum 1970 sem fólk fór að tengja nafn hans við stjórnmál (um svipað leyti og Kim komst í umræðuna). Upphaflega var Davíð í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands en fikraði sig yfir í borgarpólitíkina upp úr 1974. Davíð er fínn penni – sumir ganga svo langt að kalla hann listrænan.

Hár og vöxtur
Hinn norður-kóreyski Kim Jong Il er um 1.6m á hæð og nokkuð þéttur á velli. Hann ku tala mjög hratt í háum tón og baða út höndunum þegar hann talar. Þegar hann kemur fram opinberlega er hann gjarnan með stór sólgleraugu og í Mao-jakka. Lengi vel stóð hárið á honum út í loftið svo að hann gæti sýnst hærri, en nýlega stytti hann það þó.

Hárið á Davíð stendur líka út í loftið en það er ekki að sjá að hann hafi klippt það í nokkurn tíma. Líkt og Kim er Davíð nokkuð þéttur á velli og ekkert sérstaklega hávaxinn. Davíð hefur til þessa ekki komið fram í Mao-jökkum með sólgleraugu, en góðæristalið í honum hefur þó orðið til þess að skopmyndateiknarinn Sigmund teiknar hann sjaldan án sólgleraugna. Davíð baðar ekki út höndum þegar hann talar.

Stenst ekki samanburð
Kim er vinsælasta fjölskyldnafn Suður- og Norður-Kóreu. Yfir 20 prósent þeirra 47 milljóna sem búa í Suður-Kóreu bera sama nafn og „kæri leiðtoginn“ í norðri. Á kóreysku þýðir nafnið Kim „gull“. Í símaskrá Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, eru 2.3 milljónir einstaklinga skráðir með símanúmer, þar af 313 sem eru alnafnar „formannsins“.

Ekki er vitað hversu vinsælt nafnið Davíð hefur verið á Íslandi í gegnum aldirnar, en eins og fram kom að ofan eru aðeins sjö einstaklingar nafnar forsætisráðherrans. Í símaskránni eru bara tveir einstaklingar sem heita Davíð Oddsson skráðir með símanúmer (forsætisráðherran er ekki annar þeirra, hann er líklega með leyninúmer). Í kringum 1000 manns bera nafnið Davíð eða undir einu prósenti íslensku þjóðarinnar. Það er því ljóst að (nafnið) Davíð stenst engan samanburð við (nafnið) Kim.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið