Fréttir af landsþingi – ályktanir og ný stjórn

Vel sótt landsþing Ungra jafnaðarmanna fór fram í Reykjavík um helgina. Yfirskrift þingsins var Breytum rétt, vegna tækifæra til breytinga sem nú blasa við í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar við Sjálfstæðisflokkinn. Á þinginu fór fram metnaðarfullt málefnastarf og voru samþykktar rúmlega 100 ályktanir í níu hópum. Anna Pála Sverrisdóttir var kjörin formaður og Eva Kamilla Einarsdóttir var kosin varaformaður.

Vel sótt landsþing Ungra jafnaðarmanna fór fram í Reykjavík um helgina. Yfirskrift þingsins var Breytum rétt, vegna tækifæra til breytinga sem nú blasa við í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar við Sjálfstæðisflokkinn. Á þinginu fór fram metnaðarfullt málefnastarf og voru samþykktar rúmlega 100 ályktanir í níu hópum. Anna Pála Sverrisdóttir var kjörin formaður og Eva Kamilla Einarsdóttir var kosin varaformaður.

Samþykktar á þinginu voru m.a. eftirfarandi ályktanir:

  1. Ungir jafnaðarmenn hafna frekari uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi og beina því til sveitarstjórna að enn er tími til þess að koma í veg fyrir að byggð verði álver í Helguvík og á Bakka.
  2. Ungir jafnaðarmenn leggjast alfarið gegn hugmyndum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um einkavæðingu almannatryggingakerfisins og hvetja stjórnvöld til að setja allt í botn við þá endurskoðun löggjafar um almannatryggingar sem nú stendur yfir
  3. Laun kvennastétta verði stórhækkuð í komandi kjarasamningum.
  4. Ungir jafnaðarmenn vilja upptöku evru með inngöngu í Evrópusambandið.
  5. Aðskilnaður ríkis og landbúnaðar. Ungir jafnaðarmenn vilja afnám haftastefnu stjórnvalda í landbúnaði sem bændur jafnt sem neytendur tapa á.
  6. Kosið verði til Alþingis á haustin.

Ályktanir þingsins er hægt að nálgast hér.

Lokaathöfn landsþingsins fór fram síðdegis með umræðum fundargesta við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi og snillingur, ávarpaði samkomuna. Vel á annað hundrað manns sóttu þingið.

Ennfremur var ný framkvæmdastjórn kjörin en hana skipa:
Anna Pála Sverrisdóttir formaður
Eva Kamilla Einarsdóttir varaformaður
Anna Dröfn Ágústsdóttir meðstjórnandi
Ásgeir Runólfsson meðstjórnandi
Guðrún Sveinsdóttir meðstjórnandi
Helga Tryggvadóttir meðstjórnandi
Jón Skjöldur Níelsson meðstjórnandi
Jónas Tryggvi Jóhannsson meðstjórnandi
Rakel Adolphsdóttir meðstjórnandi
Valgeir Helgi Bergþórsson meðstjórnandi
Þórir Hrafn Gunnarsson meðstjórnandi

Eva Margrét Kristinsdóttir, varamaður í stjórn
Guðlaug Finnsdóttir, varamaður í stjórn
Hrafn Stefánsson, varamaður í stjórn
Júlía Margrét Einarsdóttir, varamaður í stjórn
Lára Jónasdóttir, varamaður í stjórn
Urður Anna Björnsdóttir, varamaður í stjórn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand