Endalaust ófremdarástand

,,Hún vissi að launin væru slæm og að hún þyrfti sjálfsagt að taka á sig nokkurn tekjumissi. Þegar hún hafði skoðað launakjörin komst hún að því að háskólamenntun hennar er einskins metin og hún yrði á svokölluðum leiðbeinendakjörum. Það þýður um 150 þúsund á mánuði FYRIR SKATTA!“ Segir Jens Sigurðsson fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Kona sem ég þekki ágætlega hefur miklar áhyggjur af mannekklu grunnskólanna. Í hverfisskólanum hennar vantar t.a.m. alla kennara fyrir tvo árganga. Þessi kona er vel menntuð, með háskólapróf í tungumálum frá HÍ og meistaragráðu frá erlendum háskóla. Auk þess á hún 3 börn og hefur mikið pælt í uppeldis og kennslufræðum gegnum tíðina.

Hún er hefur verið starfandi í ferðageiranum undanfarin ár (sem er nú þekktur fyrir flest annað en góð laun) en er farið að langa til að söðla um og prófa einhvern annan starfsvettvang. Eftir nokkrar vangaveltur hugsaði hún með sér að samfélagið þarfnaðist hennar, að nú væri aldeilis tíminn til að fara í kennslu og hjálpa skólunum að brúa þennan brýna vanda.

Hún vissi að launin væru slæm og að hún þyrfti sjálfsagt að taka á sig nokkurn tekjumissi. Þegar hún hafði skoðað launakjörin komst hún að því að háskólamenntun hennar er einskins metin og hún yrði á svokölluðum leiðbeinendakjörum. Það þýður um 150 þúsund á mánuði FYRIR SKATTA! Það eru svipuð launakjör og hjá kassastarfsmanni í Bónus. Hún sá sér því ekki fært að sinna kalli samfélagsins -að geta ekki brauðfært börnin sín væri fórnarkostnaður sem hún var ekki tilbúin að taka á sig.

Fjölgun í Kennaraháskólanum er lítið rædd og inntökuskilyrði eru ströng. Fólk sem hefur virkilegan áhuga á kennslu kemst ekki að. Þeir sem þó útskrifast með kennaramenntun þurfa að sætta sig við lúsalaun eða finna sér eitthvað annað að gera. Seinni kosturinn þykir mér líklegri. Mannekklan í skólunum er því komin til að vera nema þá eitthvað breytist í gildismati þjóðarinnar. Ég bind miklar vonir við síðari kostinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið