Framsóknarflokkurinn í uppnámi

Það er þó ljóst að grasrótin í flokknum er kominn í bullandi andstöðu við þingflokk og formann. Neyðarfundir eru haldnir í hverju Framsóknarfélaginu á fætur öðru og skorað á þingmennina að hætta blindri þjónkun við formann Sjálfstæðisflokksins. Það muni stórskaða flokkinn og valda honum miklum búsifjum. Það mun reyna á það á næstu dögum hversu þingmennirnir halda út við að starfa í andstöðu við flokksmenn sína í heimabyggðum. Hætt við að það verði ekki lengi því fátt er jafn magnvana og þingmaður án fylgis. Það er því spá mín, ef til vill lituð óskhyggju að flótti bresti í þingflokk Framsóknar og þeir guggni í fjölmiðlafrumvarpinu. Hvernig þeim tekst að komast uppréttir frá því er vandséð. Í framhaldi af þessu má telja líklegt að stjórnin springi og boðað verði til kosninga. Þessa dagana eiga sér stað atburðir sem til eindæma má telja í íslenskum stjórnmálum. Verið er að troða eins manns geðvonsku ofan í þjóðina með bolabrögðum. Forsætisráðherra er kominn í styrjöld við ótal aðila í þjóðfélaginu og hefur sú styrjöld verið að stigmagnast að undanförnu. Að baki hins skapheita forsætisráðherra er hirð jábræðra sem keppast um á hæl og hnakka við að mæra einvaldinn. Hann má ekki styggja. Fremstur meðal jafningja er sjálfskipaður skósveinn ráðherrans hæstvirtur utanríkisráðherra. Það er nokkuð sama hvað úfinn forsætisráðherrann segir, þá kinkar hinn metnaðarfulli utanríkisráðherra kolli og samþykkir. Þjóðin veltir fyrir sér hvað það er sem gerir formann Framsóknarflokkinn svo þýlyndan. Stungið hefur verið upp á ýmsum ástæðum. Sumir telja að þarna sé um að ræða sérstaka vináttu þessara tveggja manna og sameiginlegan áhuga á húsgögnum, sérstaklega stólum.

Ástand þetta líkist helst að sögn sögufróðra því ástandi sem skapaðist þegar Jónas frá Hriflu fékk frægt geðvonskukast og hóf styrjöld við flesta þá sem hugsast gat á síðustu öld. Það endaði með því eins og flestir vita að flokkurinn setti formanninn af og þá linnti látum.

Hver er styrkur þessara tveggja manna Davíðs og Halldórs að halda saman hjörðinni og keyra hin ýmsu mál ofan í kokið á þingi og þjóð. Það væri að halla sannleika að halda því fram að Davíð Oddsson hafi virst yfirvegaður og rólegur þegar talað var við hann í kvöldfréttum. Hann var svo undrandi að hann talaði um það minnsta kosti fimm sinnum hversu undrandi hann væri á forsetanum. Það er afar algengt að undrun Davíðs vaxi í réttu samhengi við ágjafir sem hann verður fyrir. Hann til dæmis afar undrandi alla Bolludagsuppákomuna þegar hann hafnaði 300 milljónunum. Eins er nú. Hann er dolfallinn af undrun yfir gjörðum forsetans. Það er gott að Davíð Oddsson er bara undrandi nú því verra er ef hann er reiður eða honum gremst eitthvað, þá verður eitthvað undan að láta. Ég fagna því undrun forsætisráðherra.

Sjálfstæðisflokkurinn, allur, virðist standa fast að baki hins steinhissa ráðherra og keppast um á hæl og hnakka við varnirnar. Alvondir fjölmiðlar Baugsveldisins hafa ráðist að ráðherranum og það ómaklega. Ljótt er ef satt er og mikil er trú þeirra Sjálfstæðismanna. Það skyldi þó ekki vera að trú þessi sé óttablandin.

Í Framsóknarflokknum er heldur verra ástand og formaður þess flokks virðist ekki hafa sama agavald á flokknum eins og vinur hans Davíð Oddsson. Kristinn H Gunnarsson er búinn að segja formanninum stríð á hendur og á hann er ekki að treysta fyrir flokkinn eins og Valgerður Sverrisdóttir sagði við fjölmiðla. Flokksagi skal það vera en ekki sannfæring að mati þeirrar góðu konu. Brestir eru komnir í þingflokkinn að mati þeirra sem þekkja til, en er haldið leyndu enn sem komið er.

Það er þó ljóst að grasrótin í flokknum er kominn í bullandi andstöðu við þingflokk og formann. Neyðarfundir eru haldnir í hverju Framsóknarfélaginu á fætur öðru og skorað á þingmennina að hætta blindri þjónkun við formann Sjálfstæðisflokksins. Það muni stórskaða flokkinn og valda honum miklum búsifjum. Það mun reyna á það á næstu dögum hversu þingmennirnir halda út við að starfa í andstöðu við flokksmenn sína í heimabyggðum. Hætt við að það verði ekki lengi því fátt er jafn magnvana og þingmaður án fylgis.

Það er því spá mín, ef til vill lituð óskhyggju að flótti bresti í þingflokk Framsóknar og þeir guggni í fjölmiðlafrumvarpinu. Hvernig þeim tekst að komast uppréttir frá því er vandséð. Í framhaldi af þessu má telja líklegt að stjórnin springi og boðað verði til kosninga. Þó svo að þingflokkurinn haldi út þrátt fyrir mótlætið mun neitunarvald forseta vofa yfir og í framhaldi af því væri bastarður Davíðs Oddssonar felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri dauflegur endir á glæstum ferli forsætisráðherra sem sjaldan hefur mátt þola mótlæti. Loks þegar það gerist er hann ekki maður til að standa það af sér.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
greinin birtist í gær á vefsíðu Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand