Útgerðarmaðurinn Sigfús Jóhannesson lætur hafa eftir sér af fréttastofu RÚV að við séum að ala upp þorskstofnin fyrir aðrar þjóðir. Hægt er að lesa í mál hans á þann veg að við ættum semsagt að veiða meira en góðu hófi gegnir af þorski, því að ef hann fær að stækka og eflast eðlilega þá eru aðrar þjóðir sem fái að veiða hann í framtíðinni ef að þorskstofnin færist burt frá landinu.
Útgerðarmaðurinn Sigfús Jóhannesson lætur hafa eftir sér af fréttastofu RÚV að við séum að ala upp þorskstofnin fyrir aðrar þjóðir. Hægt er að lesa í mál hans á þann veg að við ættum semsagt að veiða meira en góðu hófi gegnir af þorski, því að ef hann fær að stækka og eflast eðlilega þá eru aðrar þjóðir sem fái að veiða hann í framtíðinni ef að þorskstofnin færist burt frá landinu.
Eiginhagsmunagæsla Sigfúsar er svo mikil að hann er tilbúinn að fórna þorskstofninum, til að kom í veg fyrir að aðrar þjóðir veiði hann.
Við getum varla verið með opin augun, ef að við erum tilbúin að fórna náttúrunni og lífinu sem þar finnst, til að engir aðrir en við Íslendingar njótum góðs af henni. Við meigum ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem við berum. Ef að við nýtum ekki auðlindir okkur hóflega og af ábyrgð, getum við ekki búist við því að njóta þeirra í framtíðinni.
Það eru ekki jafnir kostir að stofna þorskstofninum í hættu til að Íslendingar njóti hans einir eða að nýta hann af hófsemi og gefa færi á því að aðrar þjóðir veiðir úr stofninum ef hann færist burt frá landinu.