Fordæmum ofstæki íranskra stjórnvalda

Neda_Agha-Soltan

LEIÐARI Þrátt fyrir kreppu, skuldir og mótlæti mega Íslendingar vera þakklátir fyrir að búa í friðsælu lýðræðisþjóðfélagi, þar sem andóf er ekki bara leyfilegt, heldur nauðsynlegur hluti lýðræðislega ferlisins.

Neda_Agha-Soltan

LEIÐARI Kaldrifjað morð á 26 ára gamalli íranskri stúlku, Neda Agha-Soltan, sem ekkert hafði unnið sér til saka annað en að mótmæla, hefur vakið óhug um allan heim. Ódæðið sýnir ljóslifandi grimmd hersveita íranskra stjórnvalda gagnvart mótmælendum í Teheran, þar sem þúsundir manna mótmæla meintum kosningasvikum forsetans Mahmoud Ahmadinejad. Alþjóðasamfélaginu ber saman um að allt útlit sé fyrir að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Í sumum héruðum var kosningaþátttakan yfir 100 prósent. Ahmadinejad forseti virðist hafa bætt við sig ótrúlegu fylgi meðal ólíklegustu kjósendahópa.

Írönsk stjórnvöld hafa lokað á fréttaflutning af óeirðunum og Vesturlöndum berast aðeins óljós skilaboð í gegnum samfélagsvefsíður eins og Facebook, YouTube og Twitter. Að minnsta kosti 20 manns hafa dáið í óeirðunum, en stjórnvöld hafa bannað öll mótmæli og beita hörku gegn þeim sem safnast saman á götum úti.

Íslenskum stjórnvöldum ber skylda til að þrýsta með alþjóðasamfélaginu á að ofríkinu í Íran linni. Því þrátt fyrir kreppu, skuldir og mótlæti mega Íslendingar vera þakklátir fyrir að búa í friðsælu lýðræðisþjóðfélagi, þar sem andóf er ekki bara leyfilegt, heldur nauðsynlegur hluti lýðræðislega ferlisins. Það er ekki sjálfsagt og því megum við aldrei gleyma.

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?play=1;media_id=25323&ref=fprenningur
Athugið að myndbandið getur vakið óhug.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand